fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Eyjan

Sakar Rússa og Írani um íhlutun í forsetakosningarnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 04:20

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskiptanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum taldi bandaríska alríkislögreglan FBI að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum þar sem Donald Trump og Hillary Clinton tókust á um forsetaembættið. Nú telja leyniþjónustustofnanir að bæði Rússar og Íranir hafi blandað sér í kosningarnar og reyni að hafa áhrif á niðurstöðu þeirra.

John Ratcliffe, forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (National Intelligence), sagði þetta á fréttamannafundi í Washington í gærkvöldi. Hann sagði að Rússar og Íranir hafi gripið til ákveðinna aðgerða til að hafa áhrif á skoðanamyndun kjósenda. CNBC skýrir frá þessu.

National Intelligence hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á starfsemi 17 leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum, þar á meðal CIA.

Ratcliffe sagði að Íranir og Rússar hafi komist yfir gögn um bandaríska kjósendur. Hann sagði að Íranir hafi notað þessar upplýsingar til að senda tölvupósta til kjósenda í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Markmiðið er að hans sögn að hræða kjósendur og reyna að skapa jarðveg fyrir óróa og uppþot.

„Erlend öfl geta notað þessi gögn til að reyna að koma röngum upplýsingum til skráðra kjósenda í þeirri von að vekja ringulreið og öngþveiti og grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum,“

sagði Ratcliffe sem nefndi engin bein dæmi um aðgerðir Rússa. Hann sagði að Íranir reyni að grafa undan Trump og koma í veg fyrir endurkjör hans. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa einmitt varað við að Íranir gætu gert eitthvað slíkt og að Rússar myndu reyna að hafa blanda sér í kosningarnar til að tryggja endurkjör Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin segir ásakendur um kynferðisofbeldi heltekna af hatri og hefndarhug – Ásakanirnar rýri trúverðugleika alvöru kynferðisofbeldis

Jón Baldvin segir ásakendur um kynferðisofbeldi heltekna af hatri og hefndarhug – Ásakanirnar rýri trúverðugleika alvöru kynferðisofbeldis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s