fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ný umferðalög: Ökumenn fá hraðasekt og geta misst bílprófið fyrir að keyra á 20 km/klst

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 09:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum umferðarlögum sem tóku gildi um áramót, má ekki keyra um vistgötur á meiri hraða en 10 km/klst. Í eldri lögunum var hámarkshraði í vistgötu 15 km/klst.

Til samanburðar er gönguhraði fullorðinna talinn vera um 5 km/klst. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lögum samkvæmt getur lögregla því svipt ökumenn sem keyra á tvöföldum hraða, ökuréttindum í þrjá mánuði auk þess sem ökufantarnir mega eiga von á hárri hraðasekt.

Ef hraðinn mælist meiri en 10 km/klst er sektin 20 þúsund krónur, en 40 þúsund krónur ef hraðinn er meiri en 20 km/klst. Sem fyrr eru þó ákveðin vikmörk í mælingum lögreglu, ekki er byrjað að sekta fyrr en hraðinn er 5 km/klst yfir leyfðum hámarkshraða.

Fari hægt í sakirnar

Samkvæmt Guðbrandi Sigurðssyni aðstoðaryfirlögregluþjón umferðardeildar, hyggst lögreglan þó halda aftur af sér þegar kemur að viðurlögunum, að minnsta kosti fyrst um sinn:

„Við munum ekki fara fram með neinu offorsi. Við sjáum til hvernig málin þróast á þessu ári. En ákvæðið um hraðakstur er af hinu góða og hvetur fólk til varfærni.“

Þá er haft eftir Guðbrandi að hraðakstur á vistgötum hafi ekki verið mikið vandamál hingað til og ekki hafi borist kvartanir um slíkt að honum vitandi, heldur sé kvartað yfir því hvernig bílum geti verið lagt í vistgötum.

Vistgötur

Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara faratækja — eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta — hefur forgang fram yfir umferð bíla. Venjulega er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendum, börnum að leik o.s.frv. er heimilt að nota götuna til jafns við bíla. Slíkar götur eru hannaðar með því augnmiði að minnka hraða bifreiða, t.d. með hraðahindrunum og með því að hafa bílastæði til skiptis öðrum hvorum megin götunnar.

Vistgötur í Reykjavík eru fjölmargar. Samkvæmt Morgunblaðinu eru þær eftirfarandi:

Grjótagata, Mjóstræti, Brattagata, Fischersund, Aðalstræti milli Fischersunds og Vesturgötu, Vesturgata milli Grófarinnar og Aðalstrætis, Tryggvagata milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, Kolasund, Hafnarstræti frá Kolasundi að Pósthússtræti. Smiðjustígur milli Laugavegar og Hverfisgötu, Haðarstígur, Válastígur. Beykihlíð, Birkihlíð, Lerkihlíð, Reynihlíð og Víðihlíð Seljahverfi,  Kaldasel, á milli nr. 18-24 og nr. 4-14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi