fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Matthías Imsland kemur til greina sem yfirmaður – Mikil tengsl við Framsóknarflokkinn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Imsland, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, er einn þeirra tólf sem koma til greina sem deildarstjóri útlendingadeildar, sem er ný deild innan Vinnumálastofnunar, en alls 97 sóttu um starfið. Stundin greinir frá og setur í samhengi við að Vinnumálastofnun heyri undir Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra.

Auk þess er tekið fram að stjórnarformaður Vinnumálastofnunar, sem skipaður var af Ásmundi Einari án tilnefningar, er Ingvar Mar Jónsson, flugmaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, en þeir Matthías eru sagðir góðir vinir.

Matthías er fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, þáverandi félags – og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Hann er einnig varaformaður stjórnar Isavia og hefur setið í stjórn þess frá 2014 sem fulltrúi framsóknarflokksins.

Stjórnin sér ekki um ráðningar

Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar, segir við Stundina að stjórnin hafi ekkert með ráðninguna að gera, hún sé á hans höndum og Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar:

„Við sjáum alfarið um þetta og erum að taka viðtöl við þá sem við boðuðum í viðtal og við erum að klára það í þessari viku, allaveganna fyrstu umferð. Það voru 97 umsækjendur og við tókum 12 í viðtal. Stjórnin hefur aldrei komið að ráðningum per se og er ekki inni í daglegum rekstri heldur sér meira um stefnumótun og áherslur.“

Framsókn sér um sína

Þess má geta að af 70 nefndum, stjórnun og ráðum hjá félagsmálaráðuneytinu, hefur Ásmundur í minnst níu tilfellum skipað formann sem er með tengsl við Framsóknarflokkinn, án tilnefningar. Eygló Harðardóttir skipaði tólf.

Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn farið með félagsmálaráðuneytið í 17 ár af 24 og hafa þeir átt sex félagsmálaráðherra á þeim tíma.

Sjá nánar: Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum:„Ekkert óeðlilegt við það“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus