fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 11:58

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, bendir á að ef ríkisstjórnin klárar fullt kjörtímabil, líkt og fjármálaráðherra vonast eftir, þá geti það gert það að verkum að ekki verði hægt að láta reyna á ráðherraábyrgð embættismanna þessarar ríkisstjórnar. Þetta skrifar hann á Facebook.

„Ein ástæða fyrir því að það eigi ekki að klára fullt kjörtímabil er vegna þess að ráðherraábyrgð frá 2013 fyrnist innan 6 mánaða ef kjörtímabilið klárast. Það eru fjölmörg atvik sem þyrfti mögulega að skoða m.t.t. persónulegrar ábyrgðar ráðherra skv. lögum um ráðherraábyrgð. Ef kjörtímabilið er styttra fyrnast þessi atvik ekki.“

Björn bendir á eftirfarandi ákvæði laga um ráðherraábyrgð nr. 4/1963 þar sem segir í 14. gr. :

14. gr.
 Málshöfðun eftir lögum þessum getur eigi átt sér stað, ef 3 ár líða frá því, er brot var framið, án þess að Alþingi hafi samþykkt ályktun um málshöfðunina. Sök fyrnist þó aldrei fyrr en 6 mánuðir eru liðnir frá því, að næstu reglulegu alþingiskosningar, eftir að brot var framið, fóru fram.

Ákveði forsætisráðherra að klára kjörtímabilið og hafa kosningar að hausti 2021, fremur en að vori, líkt og hefð er á, þá gæti hún þar með komið í veg fyrir að embættismenn þessarar ríkisstjórnar verði látnir sæta ábyrgð á embættisfærslum sínum.

„Ef forsætisráðherra ákveður að klára kjörtímabilið þá er forsætisráðherra einnig að setja fyrningarhnút á þessi atvik. Að mínu mati væri það enn ein staðfestingin á samtryggingunni þar sem enginn ber ábyrgð og allir passa hvert annað.“

Forsætisráðherra mun boða formenn þingflokkanna á fund á næstunni þar sem rætt verður um mögulegan kjördag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar