fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

„Lambahryggir eru farnir að jarma í frystikistum Bónusverslananna“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skrifaði aðsendu greinina Guðmundur í Bónus! Nýsjálensku lambahryggirnir jarma, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Fáir eru eins þekktir fyrir ást sína á íslenska lambakjötinu líkt og Guðni sem hefur oft og mörgum sinnum dásamað sauðkindina. Í pistli dagsins ræðir hann erlent lambakjöt í Bónus í sambandi við brottför Guðmundar Marteinssonar frá fyrirtækinu.

„Nú þegar þú ert á förum frá Bónus Guðmundur Marteinsson eftir ára-tuga farsælt starf fyrir fólkið í landinu, þá hugsa margir hlýtt til þín. En einu verð ég að trúa þér fyrir áður en þú ferð. Þriggja til fjögurra ára gamlir nýsjálenskir lambahryggir eru farnir að jarma í frystikistum Bónusverslananna. Þeir eru orðnir gamlir og ókræsilegir, þurrir og seigir undir tönn, og eru þarna fyrir slysni eða bjánaskap.“

„Þá báðu þeir heildsaladrengirnir þig um þennan vinargreiða.“

Guðni skammast í þeim Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda og Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Guðni segir þá hafa logið um skotstöðu til að fella niður tolla.

„Eins og þú manst gerðu þeir heildsaladrengirnir Ólafur Stephensen og Andrés Magnússon aðsúg að íslenskum sauðfjárbændum í fyrrasumar. Höfðu sennilega fengið loforð hjá Kristjáni Þór Júlíussyni, sem rekur landbúnaðarráðuneytið í skúffunni í atvinnuvegaráðuneytinu, um að skrökva upp skotstöðu og fella niður tollana af kjöti fluttu yfir hálfan hnöttinn. Eins og þú manst stöðvaði hún Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-málaráðherra málið og krafðist ríkisstjórnarfundar samdægurs, hinn 26. júlí í fyrrasumar. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, varð við beiðninni og handjárnaði landbúnaðarráðherrann og eyðilagði áformin um niðurfellingu tollanna.

Þá báðu þeir heildsaladrengirnir þig um þennan vinargreiða, að hýsa lambahryggina í Bónus, og þar eru þeir enn og farnir að jarma af elli. Liggja við hliðina á íslenskum ekki ársgömlum hryggjum, og valið er auðvelt hjá viðskiptavinum þínum, því erlendu hryggirnir eru að verða frostbarðir. Og að auki kærði enginn neytandi eða kaupmaður sig um þessa hryggi. Þeir vilja bara íslenska lambið.“

„Þetta fólk myndi skipa grátkórinn við útförina“

Guðni fer ófögrum orðum um umrætt kjöt sem hann segir ekki mannamat. Hann hvetur til þess haldin verði jarðarför fyrir hryggina þar sem að áðurnefndum Ólafi og Andrési yrði boðið, auk Þórólfs Matthíassonar, sem Guðni kallar „hagfræðing villukenninganna“.

„Það er mikilvægt þegar miklu verki er skilað í annars hönd að hreinsa vel út og viðra eldhúsið. Þessir hryggir minna orðið á gamla hrúta¬ketið sem eitt sinn var sturtað á ruslahaugana sem hrafnamat og RÚV á alltaf myndir frá atburðinum eða tiltektinni. Nú þegar þú fjarlægir þessa gömlu nýsjálensku lambahryggi væri ágætt að hafa smáathöfn og að neytendur fái upplýsingar um að þeim verður ekki smyglað í sósur eða mötuneyti sem „íslensku lambi“, heldur fargað. Auðvitað býðurðu Kristjáni Þór ráðherra og Kristjáni hinum og neytendaráðherranum, henni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð, að vera viðstödd, því Kristján hinn leiðir hana með vinstri hendinni, enda er hann ráðuneyt¬is¬stjóri þeirra beggja ráðherranna.

Svo koma þeir að athöfninni hlaupadrengir alþjóðakapítalismans, þeir Ólafur Stephensen og Andrés Magnússon, og gott væri að bjóða hagfræðingi villukenninganna, honum Þórólfi Matthíassyni, í þessa jarðarför. Þetta fólk myndi skipa grátkórinn við útförina. En þær stöllur sem stóðu vörð um íslenska hagsmuni og með lambakjötinu okkar og sauðfjárbændum ættu að vera viðstaddar, þær Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Þær gætu glaðst yfir að krummi fer ekki svangur að sofa í klettagjá það kvöldið. Og að sjálfsögðu RÚV til að filma og endur-nýja myndasafnið, því hrútakjötið er gömul úrelt frétt.„

Að lokum þakkar Guðni honum Guðmundi fyrir góð störf.

„Ég vil svo sem neytandi þakka þér, Guðmundur í Bónus, hversu vel þú stóðst þig fyrir neytendur og bændur og íslenska framleiðendur. Að lok-um óska ég þér alls góðs á nýjum vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið