fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Þingmenn feimnir við að gefa upp fyrirætlanir sínar um framboð á næsta ári

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. maí 2020 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingiskosningar fara fram á næsta ári að óbreyttu, en kjörtímabilinu lýkur í október. Hugmyndir hafa þó verið uppi um að halda kosningar á fyrri helmingi næsta árs, en engar ákvarðanir teknar enn um það.

Samkvæmt Fréttablaðinu eru 26 þingmenn af 63 ákveðnir í að bjóða sig fram að nýju á næsta ári. Sextán sögðust óákveðnir, en 21 þingmaður svaraði engu um fyrirætlanir sínar.

Enginn þingmaður gaf það beint út að hann hygðist ekki gefa kost á sér.

Gunnar Bragi Sveinsson svaraði fyrir hönd þingflokks Miðflokksins og sagði ekki tímabært að velta slíku fyrir sér.

Þá bárust aðeins svör frá fjórum af tíu ráðherrum, frá Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra, Guð­laugi Þór Þórðar­syni, utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra, Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra og Lilju Al­freðs­dóttur, mennta- og menningar­mála­ráð­herra.

Þau Áslaug, Guðlaugur og Svandís hyggjast gefa kost á sér að nýju en Lilja hefur ekki gert upp hug sinn.

Þá svaraði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis því til að félagar hans í Norðaustur kjördæmi fengu fyrst að vita um fyrirætlanir sínar og því óvíst hvort hann hyggist gefa kost á sér að nýju, en Steingrímur er bæði aldursforseti og sá sem lengst hefur setið á þingi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar