fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokks hríðfellur en stjórnin bætir samt við sig

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 23,5%, sem er tæpum fjórum prósentustigum minna en í könnun MMR sem gerð var í mars, þegar stuðningur við flokkinn jókst töluvert eftir nokkurra mánaða tímabil þar sem stuðningur við flokkinn sveiflaðist í kring um 20%.

Samfylkingin mældist næst með 14,1% fylgi, innan við prósentustigs lækkun frá síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna jókst aftur á móti um tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 12,3% og hefur ekki mælst hærri frá í september 2019.

Þá jókst fylgi Pírata um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældust þeir nú með 12,2% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 56,2% og hækkar um rúm þrjú prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 52,9%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,5% og mældist 27,4% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,1% og mældist 14,7% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,3% og mældist 9,8% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 12,2% og mældist 10,2% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,7% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,6% og mældist 9,7% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,8% og mældist 8,1% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,4% og mældist 4,7% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,4% og mældist 3,7% í síðustu könnun.
Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér