fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Ábendingar borist um bótasvik fyrirtækja vegna Covid-19 – „Þetta er geysilega ósvífið – kaldranaleg eigingirni á hættutímum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. mars 2020 17:00

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk sem fyrirtæki hefur sett á hlutabætur sé enn látið vinna fullt starf. Fyrirtæki hafa þannig fært launakostnað yfir á ríkið en þiggja vinnu starfsfólksins.

„Um er að ræða grófa misnotkun á almannafé sem gengur þvert á markmið hlutabótaleiðarinnar,“

segir í tilkynningu frá Eflingu.

Hlutabætur eru aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi farsóttar. Fyrirtæki sem draga saman seglin á næstu vikum geta þannig haldið ráðningarsambandi við starfsfólk sem ekki hefur verkefni, með því að fá greiddar bætur úr atvinnutryggingarsjóði. Aðgerðin er ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem hafa verkefni og færa fyrirtækinu þannig arð.

„Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingarsjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“

segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir dæmi um vellauðug fyrirtæki nýta sér neyðarúrræðið:

„Oft hefur spjótum verið beint að fátæku fólki sem sakað er um að svindla á bótakerfum. Nú sjáum við dæmi um að vellauðug fyrirtæki, sem hafa greitt sér milljónir og milljarða í arð, eru að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir svik þegar í stað,“

segir Sólveig.

Efling mun halda utan um öll staðfest tilvik um bótasvik fyrirtækja og tilkynna á viðeigandi staði, samkvæmt tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?