fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Biðin eftir úrskurði frá sýslumanni tekur allt að fimm ár

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afgreiðslutími á erindagjörðum fólks hjá sýslumannsembættunum hér á landi hefur verið í fréttum undanfarin misseri, ekki síst sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, er lengsti tíminn sem leið á milli beiðni til úrskurðar í umgengnismálum alls 1.852 dagar, eða rúm fimm ár.

Biðtíminn var lengstur rúm þrjú ár þegar um forsjár- og meðlagsmál er að ræða, eða 1.060 dagar.

Að meðaltali líða 473 dagar frá beiðni um breytingar á umgengni, þar til úrskurður fæst, eða útgáfu árangurslauss sáttavottorðs, hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Biðtími annarra sýslumannsembætta í sama málaflokki er einnig í lengri kantinum þegar farið er út fyrir höfuðborgarsvæðið

Biðtími að meðaltali í dögum talið

Reykjavík – 473 (umgengnismál) 64 (forsjár- og meðlagsmál)

Suðurnes – 468 dagar (umgengnismál síðan 2018)

Suðurland – 291 (umgengnismál) 304 (Forsjármál 2018) 398 Umgengnismál 2018) 185 (Forsjármál)

Vestfirðir – 71

Vesturland – 103 (Umgengnismál) – 30 (forsjár-meðlagsmál)

Norðurland vestra – 288

Norðurland eystra – 210

Austurland – 217

Vestmannaeyjar – 40

Sjá einnig: Lýsir „ófremdarástandi“ hjá embætti Sýslumanns:„Algjörlega óboðlegt!“

Sjá einnig: Helga hneyksluð yfir hægaganginum – „Þetta versnar bara og versnar – Finnst ykkur þetta eðlilegt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar