fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Kristín og Kolbrún krefjast rökstuðnings vegna ráðningar Stefáns

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 16:00

Myndin ber kannski ekki með sér að Stefán hafi verið í stuði. Hann var samt í stuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingmaður VG og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins, sóttu báðar um starf útvarpsstjóra á dögunum.

Kristín hefur þegar krafist rökstuðnings fyrir því að Stefán Eiríksson var ráðinn í starfið og hyggst Kolbrún gera það einnig, samkvæmt frétt Stundarinnar.

„Ég mun óska rökstuðnings. Í opinbera kerfinu fær maður venjulega tilkynningu um að ráðið hafi verið í starfið og boðið upp á rökstuðning. En það var ekki gert í þetta sinni, þetta var bara símtal frá Capacent,“

segir Kolbrún.

Kristín komst ekki í 19 manna úrtak, en alls sóttu 41 um starfið. Stundin segist hafa heimildir fyrir því að pistlaskrif Kristínar um RÚV hafi unnið gegn henni, þar sem þeir hafi sumir verið neikvæðir í garð stofnunarinnar.

Þess ber þó að geta að aðrir umsækjendur sem komust lengra í ráðningaferlinu en Kristín höfðu einnig tjáð sig á gagnrýnan hátt um RÚV, en valið var á milli þriggja umsækjenda, Stefáns, Kolbrúnar og Karls Garðarsonar, framkvæmdastjóra Frjálsrar Fjölmiðlunar sem DV og Eyjan heyra undir.

Nafnleyndin heldur

Samkvæmt Kára Jónssyni, formanns stjórnar RÚV, hafði aðeins einn umsækjandi óskað eftir nánari upplýsingum um ráðningaferlið, en Kári gat ekki tjáð sig um einstaka umsækjendur, þar sem hin alræmda nafnleynd hvíli yfir málinu:

„Þetta er í samræmi við lög Ríkisútvarpsins og nafnleyndin heldur alveg þó að þessu sé lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta