fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Landhelgisgæslan notar einn banvænasta njósnadróna allra tíma í baráttunni gegn brottkasti – „Þetta er ísra­elskt apparat“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan hefur frá því í apríl verið með njósnadróna í láni frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri LSH, segir við Morgunblaðið í dag að dróninn hafi nýst vel við eftirlit á miðunum,  í baráttunni gegn mengun og brottkasti, en gæslan sé með leyfi til að fljúga honum út frá Egilstöðum og út á norðausturhorn landsins.

Dróninn er framleiddur af Elbit systems í Ísrael og er notaður víða, meðal annars af stjórnvöldum í Azerbaijan, Brasilíu, Chile, Kólombíu, Mexíkó, Sviss, Evrópusambandinu, Filippseyjum og Ísrael.

„Þetta er ísra­elskt apparat með fjór­tán metra væng­haf og er um 1,2 tonn að þyngd,“ segir Georg við Morgunblaðið, en dróninn dregur 800 kílómetra frá stjórnstöð og getur náð 220 kílómetra hámarkshraða, náð níu kílómetra flughæð og verið í samtals 36 klukkustundir á flugi.

Sagður einn sá banvænasti

Dróninn getur borið 350 kílóa farm af ýmsu tagi, þar á meðal sprengjur og er nefndur sem einn af fimm banvænustu drónum allra tíma, samkvæmt umfjöllun The National Interest.  Hann er sagður hafa spilað stóra rullu í átökunum á Gaza svæðinu, Líbanon og hernumdu svæðunum.

Dróninn verður í láni út ágústmánuð og segist Georg vonast til að fá slíkt tæki til þjónustu við gæsluna í framtíðinni:

„Við sjá­um fyr­ir okk­ur að í framtíðinni muni þetta hugs­an­lega leysa af hólmi hefðbundna flug­vél LSH, en það ger­ist ekki al­veg á næstu árum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“