fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Bæjarstjóri bendir á sláandi staðreynd: „Á Vestfjörðum brennum við 500 tonnum af díselolíu til að framleiða rafmagn“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 13:15

Varaaflstöðin í Bolungarvík sem er í forgrunni myndarinnar, var tekin í gagnið árið 2015 en samanlagt brenna varaaflsstöðvar á Vestfjörðum um 500 tonnum árlega af díselolíu við framleiðslu rafmagns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Vestfjörðum fer rafmagnið 60-80 sinnum á ári. Þegar það gerist taka varaaflsstöðvar við. Sú nýjasta er í Bolungarvík, en hún komst í gagnið árið 2015. Varaaflsstöðvarnar á Vestfjörðum brenna árlega um 500 tonnum af díselolíu við framleiðslu rafmagns og spyr Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hvort slíkt sé ásættanlegt og eðlilegt að svo lítið hafi breyst á 60 árum:

„Vissulega er orkan hreinni og rafmagnsleysi varla daglegt brauð en staðreyndin er samt sú að á Vestfjörðum brennum við 500 tonnum af díselolíu til að framleiða rafmagn á hverju einasta ári. 500 tonnum! Er það eðlilegt? Og kannski mikilvægasta spurningin af þeim öllum: Er það ásættanlegt? Í landi sem býr við ofgnótt hreinnar orku. Á tímum þar sem þorri fólks er að vakna til meðvitundar um loftslagsmál. Við verðum líka að hafa kjark til að tækla stóru málin.“

Uppsetning Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum, sem er í orkunýtingarflokki, er eitt stærsta skrefið í átt að hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum og þar með yrði loksins komið á viðundandi raforkuöryggi á svæðinu. Afl virkjunarinnar yrði 55 MW og orkuframleiðslan 320 GWh á ári, sem er meira en heildarnotkun á öllum Vestfjörðum.

Með slíkri hringtengingu og langtum meira raforkuöryggi má ætla að hlutverk varaaflstöðvarinnar minnki til muna og vestfirðingar þyrftu ekki að brenna díselolíu til að hlaða rafmagns- og Hybrid bíla sína.

Umhverfisáhrif virkjunarinnar yrðu þó mikil og hefur styr staðið um virkjunina vegna þessa. Hefur orðræðan gjarnan farið í hefðbundnar skotgrafir, sem teiknuð er upp sem landsbyggðin gegn höfuðborgarbúum. Gagnrýna heimamenn gjarnan það viðhorf „sérfræðinga að sunnan“ að þeir megi ekki hlutast til um sína heimabyggð án þess að fá á sig umhverfissóðastimpil. Á meðan megi allskyns uppbygging eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu, án þess að mikið heyrist í umhverfisverndarsinnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna