fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Davíð hjólar í Ísgerði og sakar Krakkafréttir um lygar – „Það vantaði að hún bæðist afsökunar“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þótt fréttastofa „RÚV“ telji sér ekki skylt að segja satt nema óviljandi, gildir sú regla varla um blessuð börnin“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag, þar sem líklegt þykir að Davíð Oddsson haldi um penna, enda hatur hans á RÚV alþekkt.

Davíð fer hörðum orðum um Krakkafréttir RÚV, en kunnir hægri menn hafa áður býsnast yfir stuttri Krakkafrétt RÚV um Berlínarmúrinn, þegar haldið var upp á það á dögunum að 30 ár voru frá falli hans. Björn Bjarnason og Friðjón Friðjónsson hafa báðir býsnast yfir orðalagi fréttarinnar, sem hljóðaði svo:

„Höfuðborginni í Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reistur múr til að aðgreina borgarhlutana. Það var líka gert til að koma í veg fyrir að fólk flyttist á milli, aðallega frá austri til vesturs.“

Um þetta segir Davíð:

„Það er fráleitt að gefa í skyn að múrinn sá hafi verið byggður sem umferðarlegt stjórntæki og reyna svo að bjarga sér út úr ógöngunum með ábendingu um að meiri áhersla hafi verið lögð á að tempra umferð til vesturs. Það var skotið á fjölda manna sem reyndu flótta í frelsið þrátt fyrir háan múr og féllu margir og enn fleiri særðust. Margir voru dregnir særðir til baka og aðrir náðust og sættu fangelsunum með meðfylgjandi trakteringum, og fjölskyldur þeirra sættu ofsóknum. Ekki þarf að nefna allan fjöldann sem var sem fangelsaður austan múrs og gat sig hvergi hreyft, þótt frelsið kallaði.“

Verið að færa söguna í nýjan búning

Davíð rifjar upp aðfinnslur Björns Bjarnasonar um málið, sem Eyjan fjallaði um í gær, en Ísgerður Gunnarsdóttir, umsjónarmaður Krakkafrétta, svaraði Birni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær hvar hún afsakaði orðalagið með því að segja það vandasamt verkefni að skrifa um flókin mál fyrir börn og koma þeim að í stuttum fréttum, en þar væri varkárni í fyrirrúmi. Skoraði hún á Björn að prófa að skrifa slíka frétt og senda henni. Hún sagðist hinsvegar ekki átta sig á hvaða hag starfsmenn Krakkafrétta hefðu af því að „reyna færa söguna í nýjan búning“ líkt og Björn hafði sakað hana um.

Davíð segir það vafalaust rétt hjá Ísgerði að það sé vandasamt að skrifa slíkar fréttir:

„Það er vandasamt að skrifa allar fréttir á þeim nauma tíma sem hver þeirra lifir og gæta þess að allt sé svo satt og rétt sem verða má og að alls ekki sé tekinn stór sveigur fram hjá hvoru tveggja. Á fréttastofu „RÚV“ er það þó oft gert eins og allir vita sem með þeim fréttum fylgjast. En það dregur væntanlega úr skaðanum að neytendur þeirra frétta eru oftast fullþroska fólk sem verður með tímanum varara um sig gagnvart slíkum fréttum,“

segir Davíð og minnist að í Aravísum hafi umræddur Ari krafist þess af fullorðna fólkinu að segja sér satt.

Ljótt að ljúga af börnum

Davíð skammar að lokum Ísgerði fyrir að biðjast ekki afsökunar í greininni á því að segja ósatt:

„Það var ágætt hjá Ísgerði Gunnarsdóttur að skrifa grein og útlista vanda þess sem segir krökkum fréttir. En það vantaði að hún bæðist afsökunar á þeirri „lausn“ sem fannst út úr þeim vanda í fréttum um Berlínarmúrinn ógurlega. Sé eina leið „RÚV“ til að segja börnum óþægilegar fréttir sú að segja þeim ósatt, er ekkert annað úrræði til en að hætta að þykjast vera að segja þeim fréttir. Það er ekki flóknara en það.“

Sjá einnig: RÚV skorar á Björn Bjarnason:„Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

Sjá nánar: Friðjón hjólar í KrakkaRÚV:„Sjúklega mikil óvirðing“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun