fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Af hverju lenti Ísland á gráum lista FATF ? – Sjáðu kostulegar skýringar Áslaugar og Bjarna Ben

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á fráum lista FATF yfir ríki sem eru samvinnufús, hefur verið birt, en aðgerðaáætlun um endurbætur er sögð í farvegi.

Skýrslan var lögð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun.

Í samantektarkafla skýrslunnar er farið mildum orðum um ástæður þess að ekki var tekið á málinu föstum tökum strax í byrjun.

Þær afsakanir sem týndar eru til eru meðal annars sú „staða“ sem hafi verið uppi hér á landi og takmörkuð geta stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti:

„Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni.“

Þá er einnig sagt að takmörkuð þekking hafi valdið töfum á að verða við kröfum FATF:

„Þá verður ekki framhjá því litið að á umræddum tíma virðist hafa verið til staðar takmörkuð þekking á starfsemi og kröfum FATF og því ekki nægilega vitað um umfang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Af þeim sökum virðist ekki hafa verið sett aukið fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint eða haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar hafin.“

Ófær um að sinna störfum sínum vegna tíðra stjórnarskipta

Þá vekur athygli sú afsökun að sökum tíðra stjórnarskipta hafi hlutaðeigandi stofnanir verið lítt meðvitaðar um kröfur FATF:

„Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var, en jafnframt verður að hafa í huga í því sambandi að á umræddum tíma voru kosningar tíðar og ráðherraskipti í innanríkis- og dómsmálaráðuneytinu ör. Verður þannig að ætla að hlutaðeigandi stofnanir hafi verið lítt meðvitaðar um þær kröfur sem gerðar voru af hálfu FATF og ekki undir það búnar að taka ábyrgð á því verkefni sem fólst í úttektinni. Þegar málið var tekið fastari tökum í kjölfar fjórðu úttektarinnar, með tilheyrandi uppbyggingu á reynslu og aukinni þekkingu á málaflokknum, var sennilega þegar orðið of seint að bregðast við kröfum FATF með fullnægjandi hætti.“

Dómsmálaráðuneytið virðist hins vegar líta á björtu hliðarnar á málinu, sem er til dæmis sú, að þetta ferli hafi verið lærdómsríkt:

„Hins vegar má einnig benda á að þetta ferli hefur verið lærdómsríkt þar sem orðið hefur til dýrmæt reynsla og þekking innan stjórnkerfisins sem nýst hefur vel í þeim umbótum sem þegar hafa farið fram, og mun áfram nýtast í þeim aðgerðum sem nú er unnið hörðum höndum að til þess að vinna bug á þeim ágöllum sem enn eru taldir vera til staðar á vörnum Íslands að þessu leyti.“

Samantekt

Hér að neðan má lesa samantektarkafla skýrslunnar í heild sinni:

„Af því sem að framan er rakið virðist ljóst að aðdragandi þess að Ísland var sett á gráa lista FATF er langur og að nokkrar samverkandi orsakir liggja að baki. Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Í þeim efnum verður að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi hér á landi og mjög takmarkaðrar getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni.

Þetta blasti þó ekki við á þessum tíma, þegar íslenskt fjármálakerfi var í töluverðri einangrun vegna gjaldeyrishafta og aðrar áskoranir kölluðu á athygli og vinnu stjórnvalda. Þrátt fyrir það er ljóst að vinna hefði mátt betur úr þeim áskorunum sem fylgdu þriðju úttektinni og af þeim skýrslum FATF sem liggja fyrir um eftirfylgnistímabilið verður ráðið að þolinmæði samtakanna hafi verið að þrotum komin er Ísland komst loks út úr eftirfylgni þriðju úttektarinnar.

Vitað er að vísað hefur verið til slakrar frammistöðu Íslands í þriðju úttektinni, svo og til þess að Ísland hafi ekki sinnt starfi FATF af metnaði, s.s. með því að leggja til sérfræðinga í úttektir á öðrum ríkjum o.fl., þegar málefni Íslands hefur borið á góma á vettvangi samtakanna.

Þá verður ekki framhjá því litið að á umræddum tíma virðist hafa verið til staðar takmörkuð þekking á starfsemi og kröfum FATF og því ekki nægilega vitað um umfang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Af þeim sökum virðist ekki hafa verið sett aukið fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint eða haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar hafin.

Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var, en jafnframt verður að hafa í huga í því sambandi að á umræddum tíma voru kosningar tíðar og ráðherraskipti í innanríkis- og dómsmálaráðuneytinu ör. Verður þannig að ætla að hlutaðeigandi stofnanir hafi verið lítt meðvitaðar um þær kröfur sem gerðar voru af hálfu FATF og ekki undir það búnar að taka ábyrgð á því verkefni sem fólst í úttektinni. Þegar málið var tekið fastari tökum í kjölfar fjórðu úttektarinnar, með tilheyrandi uppbyggingu á reynslu og aukinni þekkingu á málaflokknum, var sennilega þegar orðið of seint að bregðast við kröfum FATF með fullnægjandi hætti.

Þá skiptir hér jafnframt máli að þegar fjórða úttektin fór fram höfðu orðið grundvallarbreytingar á tilmælum og aðferðafræði FATF sem stjórnvöld virðast ekki hafa verið nægilega meðvituð um. Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Hins vegar má einnig benda á að þetta ferli hefur verið lærdómsríkt þar sem orðið hefur til dýrmæt reynsla og þekking innan stjórnkerfisins sem nýst hefur vel í þeim umbótum sem þegar hafa farið fram, og mun áfram nýtast í þeim aðgerðum sem nú er unnið hörðum höndum að til þess að vinna bug á þeim ágöllum sem enn eru taldir vera til staðar á vörnum Íslands að þessu leyti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“