fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Hannes er í Albaníu: „Auðvitað sækir fólk frá Albaníu til Íslands“ -„Pólitískur iðnaður“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast vegna brottvísunar albanskrar barnshafandi konu í gær frá Íslandi. Þeir sem hallast til vinstri benda á hversu ómannúðlega var staðið að brottvísuninni af yfirvöldum, meðan þeir sem aðhyllast hægri stefnu benda á að engar reglur hafi verið brotnar.

Aðrir hafa nefnt að ófrískar konur frá Albaníu komi hingað með skipulegum hætti til að fá bót meina sinna, og barna sinna, því hér sé ókeypis heilbrigðiskerfi. Þá sé lítið mál að fá hér ríkisfang, þar sem stjórnöld gefi þau út byggt á geðþótta.

Ástandið slæmt, en ekki svo slæmt

Hinn kunni hægrimaður, stjórnmálaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarsson, er staddur í Albaníu um þessar mundir.

Hann skrifar á Facebook að ástæðan fyrir fátæktinni í Albaníu sé hálfrar aldar óstjórn kommúnista og því ekkert skrítið að fólk þaðan sæki í ríkari lönd. Hinsvegar sé staðan ekki svo slæm að heimamenn geti kallað sig pólitíska flóttamenn þegar þeir sæki um hæli hér:

„Skv. tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er landsframleiðsla á mann 55 þúsund Bandaríkjadalir á Íslandi og 13 þúsund í Albaníu, aðeins fjórðungur af því, sem hún er á Íslandi. Og auðvitað sækir fólk frá Albaníu til Íslands eins og annarra ríkra landa. En ef það segist vera pólitískir flóttamenn, þá stenst það alls ekki, því að Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan. Alþjóðlegir glæpahringir fást við að smygla fólki yfir landamæri til ríkra landa og fylgjast grannt með því, hvar fyrirstaðan er minnst.“

Gústaf Níelsson, sem skipa átti sem varamann í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir Framsókn og flugvallavini árið 2015, en hætt var við vegna umdeildra skoðana hans á réttindum samkynhneigðra, innflytjenda og annarra minnihlutahópa, virðist taka undir orð Hannesar, er hann segir í athugasemd að flóttafólkið fái aðstoð frá Íslendingum við komu sína til landsins og því sé um að ræða einhverskonar iðnað:

„Þetta ágæta „flóttafólk“ kemur allt með í farteskinu símanúmer íslenskra tengiliða, sem aðstoða við framhaldið. Þetta er pólitískur iðnaður.“

 

Sjá nánar: Björn styður brottflutning albönsku konunnar og segir No Borders stuðla að sundrun samfélagsins

Sjá einnig: Sindri formaður Vantrúar varpar fram sprengju í máli óléttu konunnar frá Albaníu – „Ófrískar konur geti farið til Íslands og fengið ókeypis þjónustu“

Sjá einnig: Kvartað undan Kai í kjölfar brottvísunar hælisleitenda – Sögð brjóta siðareglur – Skellti á blaðamann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“