fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Sindri formaður Vantrúar varpar fram sprengju í máli óléttu konunnar frá Albaníu – „Ófrískar konur geti farið til Íslands og fengið ókeypis þjónustu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar og starfsmaður Utanríkisráðuneytisins, varpi fram sprengju í mál málanna í dag, brottvísun albanskrar móður til heimalands síns, Albaníu. Sindri skrifar á Facebook-svæði sitt: „Ég er í stuði fyrir að segja hlutina hreint út, og ég nenni ekki að vera meðvirkur. Hvað finnst fólki að við ættum að taka við mörgum ófrískum albönskum konum (með meðgönguvanda)?“

Hann útskýrir mál sitt svo nánar í athugasemdum, en á örstuttum tíma hefur verið skrifaður talsverður fjöldi athugasemda. „Í Albaníu ganga þær sögur að ófrískar konur geti farið til Íslands og fengið ókeypis þjónustu og þá sérstaklega ef búið er að greina þær með einhver vandamál. Ekki hjálpaði þegar allir fjölmiðlar í Albaníu sögðu frá fjölskyldunum sem fengu íslenskt ríkisfang upp úr þurru eftir hælisumsóknir sem áttu ekki við rök að styðjast, eftir geðþóttaákvörðun löggjafarvaldsins,“ skrifar Sindri.

Hann segir konuna hafa augljóslega komið til landsins með tilhæfulausa umsókn. Ein vinkona hans segir í athugasemd að kona sem sé svo ólétt þurfi ekki á þvingaðri flugferð að halda. „Fyrst hún var að koma hingað ólétt með sennilega bersýnilega tilhæfulausa hælisumsókn, að hún verði bara þola þetta,“ svarar Sindri.

Önnur vinkona hans spyr hvort þetta sé algengt og því svarar Sindri: „Ég er ekki með tölur á mér, en það er stór íþyngjandi hópur Albana sem sækir um hæli hér, til að fá sjúkraþjónustu fyrir sig, börnin o.s.frv. Það eru mörg dæmi t.d. um börn sem fá mjög dýrar og langar meðferðir og alls kyns úrræði, flóknar aðgerðir og langar innlagnir, og meira að segja í einu tilviki sem ég þekki til, ferðir erlendis í aðgerðir sem ekki er hægt að framkvæma hér (sá einstaklingur var að vísu ekki Albandi)!, á meðan verið er að greiða úr oft mjög langsóttum og hæpnum hælisumsóknum þeirra. Ég þekki mörg dæmi um ófrískar albanskar konur sem hafa sótt um hæli á Íslandi (síðan ég vann í málaflokknum). Fyrir mína parta kemur ekki til greina að við förum að reka alþjóðlegt heilbrigðiskerfi á Íslandi. Við erum 400.000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“