Laugardagur 14.desember 2019
Eyjan

Sjáðu hvernig mútufélag Samherja tengist Eyþóri Arnalds – „Ég er engum háður“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 17:00

Eyþór og Mái.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er eigandi félagsins Ramses II ehf. sem er stærsti eigandi Þórsmerkur ehf. sem er stærsti eigandi Árvakurs hf. sem gefur út Morgunblaðið.

Félag Eyþórs var fjármagnað óbeint af Esju Seafood sem skráð er á Kýpur. Esja Seafood er í eigu Samherja. Það er félagið sem tók við peningunum sem Samherji kom undan í Namibíu og er miðpunktur Samherjaskjalanna sem opinberuð voru af Stundinni, Kveik og Wikileaks í gær. Esja Seafood var einnig notað til þess að greiða stjórnmálamönnum í Namibíu mútur, til að fá aðgang að kvóta þar í landi, samkvæmt frétt Stundarinnar.

Skref fyrir skref

Samkvæmt Stundinni er félag Eyþórs fjármagnað óbeint af Esju Seafood, sem lánaði Kaldbaki tveggja milljarða króna lán. Kaldbakur er í eigu Samherja. Lánið var veitt í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands árið 2012, en Samherji fékk þannig 20% afslátt af íslenskum krónum með því að láta Kaldbak gefa út skuldabréf. Esja Seafood fjárfesti síðan í skuldabréfinu.

Samherji á líka félag sem heitir Kattarnef ehf. Kaldbakur lánaði Kattarnefi síðan yfir 300 milljónir til að fjárfesta í Morgunblaðinu, fyrir hönd Samherja. Kattarnef skuldar Kaldbaki ennþá þessa upphæð en Kaldbakur skuldar Esju Seafood yfir tvo milljarða króna.

Árið 2017 keypti félag Eyþórs, Ramses II, hlutabréf Kattarnefs í Morgunblaðinu fyrir 325 milljónir. Þetta var gert þrátt fyrir að Kattarnef hafi metið þessi sömu hlutabréf verðlaus í árslok 2016.

Kattarnef (Samherji) lánaði auk þess Eyþóri 225 milljónir til að kaupa hlutabréfin. Ekki er vitað hvar Eyþór fékk hinar 100 milljónirnar fyrir kaupunum. Félag Eyþórs þarf að greiða upp lánið á næsta ári, en Samherji hefur þegar afskrifað helming lánsins til Eyþórs.

Engum háður

Eyþór hefur hingað til ekki viljað greina frá því hvernig þessi kaup hans á hlutabréfunum í Morgunblaðinu voru fjármögnuð og segist á engan hátt tengdur Samherja, sé þeim hvorki skuldbundinn né háður á nokkurn hátt.

Svör Eyþórs hafa verið eftirfarandi um málið:

„Þetta eru alvöru, sjálfstæð viðskipti og verðið er trúnaðarmál. Samherji seldi þessi hlutabréf og ég er ekki skuldbundinn þeim með nokkrum hætti í kjölfarið. Ég er engum háður/Ég er með þetta í sérstöku félagi til að dreifa áhættunni. Ég vil ekki fara út í það í smáatriðum hvernig ég fjármagna þetta en Ramses er með góða eiginfjárstöðu og það stendur á bak við þessa fjárfestingu.“

Sakaður um lygar

Borgarfulltrúi Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur sakað Eyþór um lygar vegna málsins, sem Eyþór sagði vera dónaskap. Dóra Björt sagði:

„Það sýnir sig að Eyþór hefur í raun sagt ósatt um þetta lán. Hann hefur beinlínis haldið því fram að hann sé með engu skuldbundinn útgerðinni en það er ekki satt. Svo kallar hann þetta alvöru viðskipti en þetta virðast hafa verið sýndarviðskipti.“

Sjá einnig: Dóra Björt sakar Eyþór um blákaldar lygar – „Átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“

Sjá einnig: Þórhildur Sunna með rökstuddan grun um Eyþór Arnalds sem hyggst klaga Dóru Björt – „Þessi ummæli eru þvert á siðareglur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“