fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Sláandi tölfræði frá Alþingi – „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins væri réttnefni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. nóvember 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörtímabil ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er nú hálfnað. Á þessum tíma í fyrra hafði ríkisstjórnin lagt fram alls 31 stjórnarfrumvarp fyrir Alþingi. Í ár eru þau einungis 20 það sem af er. Það er þriðjungsfækkun. Við bætist að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera komin fram, ef miðað er við þingmálaskrá. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Skýringin er sögð álag í ráðuneytunum, en einnig tafir vegna pólitísks ágreinings um einstök mál.

Flest mál frá Sjálfstæðisflokknum

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, hefur tekið saman hlutfall framlagðra frumvarpa eftir flokkum ráðherra. Segir hann ljóst hver ræður ferðinni í ríkisstjórninni þegar sú tölfræði er skoðuð:

„Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins væri réttnefni“

Þar má sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram 80% stjórnarfrumvarpa, eða 16, meðan VG hefur aðeins lagt fram eitt:

Frumvörp sem lögð hafa verið fram eftir flokkum ráðherra:

VG: 1 – 5%
Framsókn: 3 –15%
Sjálfstæðisflokkur: 16 – 80%

Frumvörp sem til stendur að leggja fram eftir flokkum ráðherra:

VG: 5 – 12,5%
Framsókn: 9 – 22,5%
Sjálfstæðisflokkur: 26 – 65%

Samtals áætluð og framlögð frumvörp eftir flokkum:

VG: 6 – 10%
Framsókn: 12 – 20%
Sjálfstæðisflokkur: 42 – 70%

Hver er duglegastur ?

Þegar skoðuð er tölfræðin yfir frumvarp sem ráðherrar hafa lagt fram á yfirstandandi þingi og borið saman við þingmálaskránna, má sjá að Bjarni Benediktsson hefur lagt fram flest frumvörp, eða sjö. Hinsvegar eru 22 frumvörp áætluð frá Bjarna samkvæmt þingmálaskrá og á hann því enn nokkuð í land.

Staða ráðherra er eftirfarandi:

(Fyrri talan eru frumvörp sem lögð hafa verið fram. Seinni talan er fjöldi áætlaðra frumvarpa samkvæmt þingmálaskrá.)

  • Bjarni Benediktsson – Fjármála- og efnahagsráðherra – 7/22
  • Þórdís Kolbrún, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – 4/7
  • Áslaug Arna dómsmálaráðherra – 3/7
  • Sigurður Ingi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra – 2/5
  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra – 1/3
  • Guðlaugur Þór utanríkisráðherra – ½
  • Kristján Þór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – 1/4
  • Lilja Alfreðs mennta – og menningarmálaráðherra – 1/3
  • Guðmundur Ingi umhverfis – og auðlindaráðherra – 0/1
  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra – 0/2
  • Ásmundur Daði félags- og barnamálaráðherra – 0/4
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus