Laugardagur 22.febrúar 2020
Eyjan

Slagur framundan hjá VG: Sendiherrasonur og lögreglumaður keppast um gjaldkerastöðuna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis gjaldkera hjá Vinstri grænum, hvers landsfundur fer fram 18.-20. október. Una Hildardóttir, sem gegnt hefur gjaldkeraembættinu síðastliðin fjögur ár, hyggst söðla um og bjóða sig fram til ritara að þessu sinni, en núverandi ritari, Elín Oddný Sigurðardóttir, hyggst ekki gefa kost á sér aftur. Fær Una samkeppni frá Ingibjörgu Þórðardóttur um ritaraembættið, en sem kunnugt er þá er Una tengdadóttir Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og fyrrverandi formanns VG.

Þeir sem sækjast eftir gjaldkeraembættinu eru þeir Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðingur og Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Sauðárkróki, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og verið í framboði til Alþingiskosninga.

Verði Ragnar kosinn gjaldkeri, mun það teljast býsna snöggur frami innan flokksins, en Ragnar var kosinn formaður VG í Reykjavík í síðasta mánuði á aðalfundi félagsins. Ragnar er einnig fyrrum talsmaður Ungra Vinstri Grænna og þess má geta að hann er sonur Árna Þórs Sigurðssonar, sendiherra Íslands í Finnlandi, og fyrrverandi þingmanns og  þingflokksformanns VG.

Þá er Rúnar sonur hins kunna sjónvarpsmanns, Gísla Einarssonar á RÚV.

Þá hefur utanþingsráðherrann Guðmundur I. Guðbrandsson, gefið kost á sér til varaformennsku í VG, en núverandi formaður Edward Hákon Huijbens hyggst ekki gefa kost á sér. Hefur Guðmundur ekki fengið mótframboð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Örmagna í verkfalli
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson um ríkisstjórnina – „Er að gefa þjóðinni langt nef“

Þorsteinn Pálsson um ríkisstjórnina – „Er að gefa þjóðinni langt nef“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nú er Davíð reiður – „Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina?“

Nú er Davíð reiður – „Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Mannréttindadómstól Evrópu ógna lýðræðinu með skapandi lagatúlkun – Ályktaði gegn lögum sem áttu að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd

Segir Mannréttindadómstól Evrópu ógna lýðræðinu með skapandi lagatúlkun – Ályktaði gegn lögum sem áttu að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd