fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Efnt til landskönnunar á mataræði Íslendinga – Helmingur yfir kjörþyngd árið 2011 og 21% töldust með offitu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 4. október 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti landlæknis í samvinnu við Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands eru um þessar mundir að hefja landskönnun á mataræði og neysluvenjum landsmanna. Um tvö þúsund manns á aldrinum 18-80 ára geta átt von á bréfi með beiðni um þátttöku. Könnunin fer þannig fram að haft verður samband við þátttakendur símleiðis og spurt um mataræði og neysluvenjur, samkvæmt vef Embættis landlæknis.

Tilgangur könnunarinnar er að fylgjast með mataræði þjóðarinnar, þróun þess og breytingum. Hliðstæð könnun var síðast framkvæmd 2010-2011 en ástæða er til að ætla að breytingar hafi átt sér stað á mataræðinu frá þeim tíma. Mjög mikilvægt er að kanna mataræðið reglubundið. Reiknað er með að könnunin standi yfir í um það bil ár.

„Heilsa hverrar þjóðar ræðst að miklu leyti af lifnaðarháttum og er mataræði þar einn af áhrifamestu þáttum. Niðurstöður könnunarinnar munu því nýtast við lýðheilsustarf, áhættumat vegna matvælaöryggis, við neytendavernd og í stefnumótun stjórnvalda. Almenn þátttaka og velvilji fólks hefur mikið að segja til að sem réttust mynd fáist af fæðuvenjum allra aldurshópa karla og kvenna, hvort sem er í sveitum, bæjum eða borg. Því vilja skipuleggjendur könnunarinnar hvetja alla, sem haft verður samband við, til þátttöku og að stuðla þannig að því að lýðheilsustarf á sviði næringar verði byggt á traustum og góðum upplýsingum um mataræði og neysluvenjur þjóðarinnar,“

segir í tilkynningu.

Flestir of þungir 2011

Í síðustu könnun kom í ljós að 59% þjóðarinnar á aldrinum 18-80 voru yfir kjörþyngd og þar af voru 21% flokkaðir sem offitusjúklingar.

Voru tveir þriðju karlanna yfir kjörþyngd og um helmingur kvennanna samkvæmt skilgreiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Ofþyngd og offita voru algengust í aldurshópnum 61-80 ára. Fleiri konur en karlar gáfu upp þyngd sem var innan ákjósanlegra marka og var það í samræmi við niðurstöður Hjartaverndar sem byggjast á vigtun og mælingu á hæð Reykvíkinga.

Eins sýndu niðurstöður úr könnuninni Heilsa og líðan, sem Lýðheilsustöð stóð fyrir árið 2007, að offita og ofþyngd var algengari meðal karla en kvenna. Borið saman við niðurstöður frá árinu 2002 hefur hlutfall of feitra karla, sem eru með BMI > 30 kg/m2 , hækkað úr 13,2% í 22,7% og meðal kvenna hefur hlutfallið hækkað úr 13,1% í 19,3%.

Hlutfall þeirra sem eru í kjörþyngd er hæst meðal 18-30 ára kvenna, en samt sem áður eru 38% þeirra yfir kjörþyngd. Undirþyngd er hins vegar algengust í þeirra hópi, eða ríflega 4%.

Nær helmingur þátttakenda sagðist vera ósáttur við eigin líkamsþyngd. Fleiri konur en karlar voru ósáttar við eigin þyngd þrátt fyrir að þær séu frekar í kjörþyngd.

Það er athyglisvert að 45% kvenna á aldrinum 18-30 ára vildu vera grennri þótt aðeins 38% þeirra séu yfir kjörþyngd. Hjá körlum á öllum aldri er þessu öfugt farið, 67% þeirra eru yfir kjörþyngd en aðeins 40% þeirra vill grennast.

Það er ekki algengt að þátttakendur vilji þyngjast nema þá helst karlar í aldurshópnum 18-30 ára, 9% þeirra sögðust vilja þyngjast, þó er aðeins 1,5% þeirra undir kjörþyngd. Þegar spurt var um megrun kom í ljós að þriðjungur kvenna hafði reynt að grennast síðastliðið ár(2010) og tæplega helmingur kvenna á aldrinum 18-30 ára. Fimmtungur karla hafði reynt að grennast eða farið í megrun síðastliðið ár. Þessar tölur voru mjög svipaðar og þær voru árið 2002.

Helstu niðurstöður 2011

  • Neysla á harðri fitu og viðbættum sykri hefur heldur minnkað, meira er borðað af grænmeti, ávöxtum og grófu brauði og fleiri taka lýsi. Enn er þó langt í land með að þorri þjóðarinnar fylgi
    ráðleggingum um a.m.k. 400 grömm af ávöxtum og grænmeti eða daglegri neyslu grófra brauða og D-vítamíns/lýsis.
  • Meðalneysla flestra næringarefna er almennt um eða yfir ráðlögðum dagskammti með fáeinum undantekningum: Neysla á D-vítamíni er langt undir ráðleggingum hjá þorra þjóðarinnar og öllum þeim sem ekki taka lýsi eða annan D-vítamíngjafa að staðaldri. Eins er neysla ungra kvenna á fólati og járni undir ráðleggingum.
  • Próteinneysla Íslendinga er rífleg, og meiri en meðal nágrannaþjóða. Mest er hún meðal þeirra sem drekka próteindrykki, en neysla þeirra hefur aukist mjög.
  • Mjólkurneysla hefur hrapað frá árinu 2002 og samsvarar neysla mjólkur og mjólkurvara nú ríflega einum skammti á dag að meðaltali ef ostur er ekki meðtalinn.
    Fiskneysla er svipuð að magni og hún var árið 2002. Helmingur fólks neytir fiskmáltíðar að minnsta kosti tvisvar í viku.
  • Neysla á grófu brauði og hafragraut hefur tvöfaldast frá síðustu könnun. Neysla á kexi og kökum hefur minnkað frá síðustu könnun en er þó enn um tvöfalt meiri en neysla á grófu brauði.
  • Neysla á sykruðum gosdrykkjum hefur minnkað umtalsvert en meira er drukkið af sykurlausum gosdrykkjum en áður. Ungt fólk sem drekkur sykrað gos oftar en tvisvar í viku fær mun meira af viðbættum sykri en ráðleggingar segja til um. Hinir, sem drekka gos sjaldnar, neyta viðbætts sykurs í samræmi við ráðleggingar að meðaltali.
  • Minni munur er nú á fæði yngri og eldri aldurshópa en í síðustu könnun, meðal annars hvað varðar neyslu gosdrykkja, sælgætis, ávaxta og grænmetis.
  • Markmiðum um takmörkun á neyslu trans-fitusýra hefur verið náð. Trans-fitusýrur hafa nánast horfið úr flestum íslenskum fæðutegundum öðrum en smjöri, mjólkurvörum og kjöti þar sem þær eru frá náttúrunnar hendi. Magn mettaðra fitusýra hefur lítillega minnkað í fæðinu frá fyrri könnun en sem hlutfall af orku er það nánast óbreytt. Það er meira en ráðleggingar segja til um og eins meira en á öðrum Norðurlöndum.
  • Offita og ofþyngd verða æ algengari, tæplega 59% fólks á aldrinum 18-80 ára er yfir kjörþyngd og 21% flokkast með offitu en árið 2002 var hlutfall þeirra 13,1%.
  • Þriðjungur þátttakenda taldi efnahagsbreytingar í kjölfar bankahruns hafa haft áhrif á fæðuval sitt. Algengustu breytingarnar voru minni neysla á skyndibitum, sælgæti og gosdrykkjum.
    Minna er nú borðað af snakki, poppi og farsvörum en árið 2002.
  • Flestir, eða um 84% þátttakenda, segjast oftast nota olíu við matargerð. Neysla smjörlíkis hefur minnkað mikið en smjörneysla stendur í stað frá síðustu könnun

Af gefnu tilefni, í forvarnarskyni, má rifja upp atriði frá Monty Python grínhópnum sem fjallaði um offitu og ofát með eftirfarandi hætti:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt