fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið gekk í gildi lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er þetta fyrsta lögreglusamþykktin sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði, samkvæmt tilkynningu á vef Skagafjarðar.

Í lögreglusamþykktinni er víða leitað fanga, ef svo má að orði komast, en þar er til dæmis kveðið á um að bannað sé að meðhöndla vatn í frosti við einhverskonar þrif utandyra, að bannað sé að kúka og pissa á almannafæri og ekki megi troða niður blómabeð.

Um er að ræða nokkuð rótgrónar og hefðbundnar reglur er varða kurteisi og almenna skynsemi, og byggir hún á öðrum lögreglusamþykktum á Íslandi sem eru nánast allar eins orðaðar.

Vannýttar sektarheimildir

Ein grein í lögreglusamþykktum landsins gæti talist athyglisverð þegar hún er sett í samhengi við hegðun Íslendinga þegar kemur að því að mynda raðir, sem virðist landlægt vandamál.

Fimmta greinin hljóðar svo:

„Þegar fjölmenni safnast saman á almannafæri svo sem í eða við biðstöðvar almenningsvagna og leigubifreiða, miðasölur, banka, veitingastaði, verslanir eða aðra afgreiðslustaði, skal fólk að jafnaði taka tillit til þess að þeir sem fyrstir koma fái fyrstir afgreiðslu.“

Með öðrum orðum þá er bannað að ryðjast, hafi það vafist fyrir einhverjum hingað til.

Í lögum um lögreglusamþykktir er tekið fram að brot gegn þeim varði sektum og ef kenna megi yfirsjón barns skorti á hæfilegri umsjá foreldris eða þess sem gangi barninu í stað foreldris, skuli refsa þeim fyrir yfirsjón barnsins.

Lagalega séð má því lögreglan sekta þá sem ryðjast framfyrir röðina í kvikmyndahúsi, á fótboltaleik, tónleikum, á útsölum verslana eða við inngang skemmtistaða, hvort sem um ræðir börn eða fullorðna.

Þó svo biðraðamenning Íslendinga hafi batnað nokkuð á síðari árum, má telja ljóst að sektarheimildir lögreglu í þessum efnum eru vannýttar og svigrúmið fyrir aukinni innheimtu ríkissjóðs hleypur á tugum  milljóna á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður