fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Guðmundur sagði Sigmund Davíð búa yfir ótvíræðri skáldgáfu og uppskar hlátur í þingsal

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. júní 2019 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meðal margvíslegra hæfileika sem formaður Miðflokksins er búinn er ótvíræð skáldgáfa. Hann birtir stundum litlar sögur, nokkurs konar satírur, sem þjóna því markmiði að láta okkur sjá samtímaviðburði í nýju ljósi.“

Svona hófst ræða Guðmundar Andra Thorssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag undir liðnum Störf Alþingis.  Þar lýsti hann yfir furðu sinni á því með hvaða hætti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, líkti þorskastríðunum og þriðja orkupakkanum saman. Uppskar gagnrýni Guðmundar hlátrasköll í þingsal.

Sjá einnig: Sigmundur Davíð lætur hugann reika og hæðist að hinum og þessum – „Hvað ef þorskastríðin hæfust núna?“

„Þannig fékk hann þá skemmtilegu hugmynd um daginn að ímynda sér Þorskastríðin í núverandi pólitísku andrúmslofti. Þá ímyndar hann sér allskonar vífilengjur hjá alþjóðasinnuðum pólitískum andstæðingum sínum. Þar á meðal athyglissjúkum rithöfundi með pólitískan metnað,“ segir Guðmundur.

Guðmundur las þessa frásögn Sigmundar og fannst honum takast nokkuð vel upp, en fannst þó sagan sett fram í röngu samhengi.

„En þó vöknuðu hjá mér önnur hugræn tengsl en hjá skáldinu eins og vill henda þegar um margræðan skáldskap er að ræða og ég vona að skáldið misvirði það ekki við mig. Þorskastríðin snérust annars vegar um skýlaus yfirráð þjóðarinnar yfir auðllindum sínum og hins vegar um aðgang að erlendum mörkuðum með þeim vörum sem við sköpum með auðlindinum.“

Gat Guðmundur því ekki betur séð en að barátta Sigmundar gegn þriðja orkupakkanum sé barátta gegn því að íslensk orka geti orðið söluvara á erlenri grundu.

„Sem væri þá sambærilegt við það að hafa barist gegn því með ráðum og dáð að íslenskur fiskur væri seldur í útlöndum, enda eigi útlendingar ekkert með að vera að borða okkar fisk sem við eigum ein, heldur eigi að selja þennan íslenska fisk, útlenskum stórkaupendum, á lægsta hugsanlega verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?