fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Maraþon málþóf Miðflokksins stóð til 8.40 – Dagskrá þingsins riðlast

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfundur stóð yfir á Alþingi frá 13.30 í gærdag og til um 8.40 í morgun. Seinni umræða um þriðja orkupakkann hefur staðið yfir frá 14.15 í gærdag, en þingmenn Miðflokksins hafa einokað ræðupúltið með málþófi, í þriðja skiptið á nokkrum dögum.

Á vef mbl.is er greint frá því að skömmu fyrir klukkan sjö las Ólafur Ísleifsson upp Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins frá 11. maí í ræðupúlti þingsins, en telja má víst að nokkuð sé um liðið frá því að Davíð Oddsson tók síðast þátt í málþófi á Alþingi.

Þingfundur hefst að nýju í dag klukkan 15.

Skammur tími til stefnu

Þingstörfum á að ljúka þann 5. júní. Vegna málþófs Miðflokksins hafa störf þingsins riðlast nokkuð og enn bíða 71 lagafrumvarp fyrstu umræðu og tíu bíða annarrar umræðu.

Þá eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu og 142 fyrirspurnir sem þingmenn eiga eftir að svara. Margar þeirra eru frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata.

Hjá þingnefndum eru 105 lagafrumvörp til meðferðar en aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt plani.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir við Fréttablaðið að hann hyggist ekki virkja ákvæði í þingskaparlögum sem heimilar forseta þingsins að stöðva umræður eða stytt þær:

„Það hefur ekki komið til tals og menn verða að fara varlega í þeim efnum. Nú skulum við sjá til hvernig framvindan verður. Fram undan eru þingnefndardagar svo það er ekki tímabært að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar