fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Össur segir „kranablaðamennsku“ Harðar frá Viðskiptaráði „frussast“ út í leiðurum hans

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hörður Ægisson, “star-reporter”, nú á Fréttablaðinu, leiðarahöfundur með meiru, sér ofsjónum yfir því að Sólveig Anna, formaður Eflingar, berjist með oddi og sleggju fyrir því að láglaunakonur sem sumar eiga ekki málungi matar í mánaðarlok, fái 40 þúsund króna hækkun á mánuði yfir þriggja ára tímabil. Hann skrifar hvern leiðarann á fætur öðrum gegn málflutningi hennar. Þetta er ein tegund af „kranablaðamennsku“.“

Svo ritar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar í dag. Hafa þeir Hörður Ægisson verið að munnhöggvast undanfarna daga, líkt og Eyjan hefur fjallað um, en Össuri þykir framganga Harðar allt of hörð í garð verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Frussið frá Viðskiptaráði

Segir Össur að Hörður sé einskonar handbendi Viðskiptaráðs en um leiðara Harðar í morgun, þar sem Össur og Sólveig fengu væna sneið frá Herði, skrifar Össur:

„Menn skrúfa frá í Viðskiptaráði og það frussast út í leiðurum hans. Í morgun skrifar hann enn einn leiðarann sem augljóslega heggur í sama knérör (orðalag Stefáns Kárapabba). Leiðarinn ber hinn stórbrotna titil: “Skemmdarverk”. Hörður, sem virðist stundum vera að hrökkva af hjörum í ofsa leiðaraskrifanna, er greinilega kominn með Eflingu og Sólveigu Önnu á heilann. Á grænum grundum Austur-Anglíu þar sem ég bjó um hríð var þetta kallað “mobbing.”“

Þekkingarleysi eða meðvirkni

Í leiðaranum í morgun sagði Hörður þá verkalýðsleiðtoga sem ganga hvað harðast fram engu skeyta um efnahagslegan veruleika og sagði að færu menn fram úr sér yrði lendingin hörð. Auk verkalýðsforystunnar fékk Össur fái væna sneið:

„Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því.“

Sjá nánar: Hörður segir Össur og verkalýðsforystuna hundsa varnarorð „gegn betri vitund“ fyrir „stundarvinsældir“

Sjá nánar: Össur hjólar í Hörð Ægis:„Þar yrði hann vel geymdur innan um hina frjálshyggjubesefana“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta