fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Elizabeth Warren vill brjóta upp Facebook, Google og Amazon

Egill Helgason
Laugardaginn 9. mars 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elizabeth Warren er forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, tekur þátt í forvali Demókrata. En hún er varla talin eiga séns.

Ástæðan er sú að Warren er of klár og of vel menntuð. Hún gekk í mjög góða háskóla, lærði lög, og var prófessor við Harvard áður en hún varð öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts.

Hún er reyndar komin úr lægri millistétt, segir að fjölskylda hennar hafi rétt náð að hanga þar inni – en það dugir ekki til. Eins og stemmingin er fyrir kosniningarnar 2020 þykir hún ekki nógu alþýðleg.

Warren hefur mikið fjallað um helstu mein bandarísks samfélags – til dæmis hvernig fjármálaöflin hafa gjörsamlega hrifsað völdin. Réttasta lýsingin á Bandaríkjunum núorðið er líklega að þar sé auðræði. Það er farið að falla mjög á hugmyndina um Bandaríkin sem land tækifæra. Félagslegur hreyfanleiki er meiri á Norðurlöndunum en þar.

Þegar horft er á hvernig frambjóðendur setja fram stefnumál er ljóst að Warren er langfremst, enda er þykir hún einn dugmesti þigmaðurinn í Washington. Málflutningur hennar er ekki bara slagorð á fundum. Hún mun líklega ekki vinna kosningarnar en það er sagt að hún gefi tónninn varðandi stefnuna.

Nú í vikunni lagði Warren til að auðhringir eins og Facebook, Amazon og Google verði brotnir upp. Það er komið nóg af milljarðamæringum sem valta yfir allt og alla, sagði hún á fundi. Beiti ofurvaldi sínu miskunnarlaust, ryðji öllu úr vegi sínum, og kaupi upp alla mögulega samkeppni.

Nýlega var hætt við að byggja risastóra miðstöð Amazon í New York. Ástæðan var óánægja borgarbúa, en fyrirætlanirnar fólu í sér að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, og fyrirtæki hans fengju tvö milljarða dollara í meðgjöf fyrir að setja Amazon niður í Queens-hverfinu. Það var einmitt þar sem Warren flutti þessa ræðu sína.

„Amazon kom, Amazon fór,“ sagði hún.“Þetta er vandamál í Bandaríkjunum í dag. Tæknirisarnir halda að þeir stjórni veröldinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta