fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Þegar Bítlagúrúinn talaði í Stjörnubíói – tveimur dögum áður en Hjómar voru stofnaðir

Egill Helgason
Mánudaginn 28. janúar 2019 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í samræmi við tækni atómaldar kemur trúboðinn til okkar í nýjustu farþegaþotu Pan American og býr í glæsilegum gistiherbergjum á Hótel Sögu.“

Svo skrifaði dagblaðið Vísir 3. október 1963 um komu hans heilagleika Maharishi Mahesh Yogi til Íslands. Hann hélt fyrirlestur í Stjörnubíói gamla og virðist ekki hafa verið sérlega fjölmennt ef marka má frásögn blaðsins. Verður reyndar að segja að eins og er að blaðamaðurinn hefur mikinn vara á sér gagnvart austrænni speki af þessu tagi.

„Meistarinn byrjaði með því að fara úr klossunum. Síðan settist hann upp á sófann í blómahrúguna, krosslagði fæturna undir sér, tók eitt blómið í hönd sína og hélt stöðugt áfram að handfjatla það undir ræðunni. Menn hlýddu á boðskap hans.Það var hinn venjulegi indverski boðskapur um það, hvernig mætti draga úr spennunni í heiminum með því að hver einstaklingur iðkaði siðgæði og fagrar hugsanir. Í kringum þennan boðskap sagði hann, að stofnuð hefði verið hreyfing, sem kallaðist Andleg endurnýjunarhreyfing. Máli sínu lauk hann svo með því að biðja alla viðstadda að hafa tveggja mínútna þögn til að iðka hugleiðingar. Að því búnu gekk hann á braut og hann og fylgismenn hans stigu upp i bílaleigubílana og óku til Hótel Sögu, en þar er hans heilagleiki reiðubúinn að veita fólki áheyrn. „

Fáum árum síðar varð Maharishi heimsfrægur og vel það. Það var þegar sjálfir Bítlarnir settust við fótskör hans í Rishikesh á Indlandi. Úr því varð reyndar á endanum alls konar vesen, ásakanir um að Maharishi hefði ekki verið jafn skírlífur og hann lést vera og svo um að einhverjir Bítlanna hefðu ekki tekið þetta nógu alvarlega, jafnvel stolist til að nota fíkniefni á hinum helga stað. Lennon samdi lag sem hann kallaði Sexie Sadie um Maharishi og er á Hvítu plötunni.

En þetta varð tími andlegrar leitar og indversk speki komst í tísku um tíma.

 

 

Ég kom auga á þessa úrklippu á Facebook hjá Baldri Má Arngrímssyni tónlistarmanni. Baldur benti á að einungis tveimur dögum eftir að Maharishi hélt fyrirlestur sinn í Stjörnubíói hafi hljómsveitin Hljómar verið stofnuð í Keflavík. Það var 5. október 1963. Baldur skrifar:

„Ef þeir hefðu nú verið búnir að stofna bandið aðeins fyrr hefðu þeir kannski mætt í Stjörnubíó og farið síðan til Indlands og þá….“

 

https://www.youtube.com/watch?v=96zdQ-PGSco

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar