fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Neyðarfundur haldinn vegna hvalveiðiskýrslu Hagfræðistofnunar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hyggst boða til sérstaks fundar á morgun vegna útgáfu hinnar umdeildu skýrslu stofnunarinnar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem kom út í síðustu viku. Þetta staðfestir Daði Már Kristófersson, formaður stjórnar HHÍ, við Fréttablaðið.

„Það hafa náttúrulega komið athugasemdir við það hvernig að skýrslan var unnin sem er ástæða til að stjórnin skoði og ræði,“

segir Daði Már.

Oddgeir Á. Ottesen, hagfræðingur vann skýrsluna að mestu leyti en hann er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd og eru aðferðir og ályktanir sagðar vafasamar, ekki síst sá kafli er fjallar um áhrif hlýnun sjávar á vistkerfi hafsins, en ályktanir þar um eru byggðar á vísindagreinum sem eru yfir 20 ára gamlar.

Náttúrufræðistofnun Íslands og Hafrannsóknarstofnun eru meðal þeirra sem gagnrýna skýrsluna. Sú fyrrnefnda segir misskilnings gæta varðandi stöðu hvala á válista, en í skýrslunni segir að ef stofnar hrefnu og langreyðar væru 40 prósent minni, væri hægt að auka verðmæti aflans um á annan tug milljarða árlega. Þetta gagnrýnir Náttúrufræðistofnun, og segir að ef slík fækkun yrði, breytti það stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland:

„Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr.“

Ógn af hryðjuverkum

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa einnig gagnrýnt skýrsluna. Landvernd krafðist þess að skýrslan yrði dregin til baka og unnin upp á nýtt, þar sem stuðst hafi verið við úrelt gögn og þá hafi náttúruverndarsamtökum verið líkt við hryðjuverkasamtök, en í skýrslunni segir:

„Benda má á að mörg lönd í heiminum hafa sett sérstök lög til að vinna gegn uppgangi hryðjuverkasamtaka. Ef til vill er tilefni til slíkrar lagasetningar á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben