fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Tók upp samtal sitt við Magnús í gufubaði – Hlustaðu á upptökurnar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Stanford tók upp samtal sitt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg. Í opnu bréfi sem birt er á vef Kjarnans saka þau Kevin og Karen Millen þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að hafa mis­not­að traust þeirra með því að nota þau í sam­særi með Deutsche Bank til að lækka skulda­trygg­ing­ar­á­lag Kaup­þings.

Sjá einnig: Segja Hreiðar Má og Magnús hafa notað sig í svikamyllu

Á upptökunni hér fyrir neðan má heyra Magnús ræða við Kevin í gufubaði. Hreiðar heyrist segja að ástæðan sé að hann viti að Kevin hafi áður tekið upp samtöl, þá við fyrrverandi samstarfsmenn Magnúsar. Magnús segir við Kevin að hann græði ekkert á því að tala við hann og hann sé ekki að biðja um neitt nema að þegar, eða ef, lögreglan tali við hann þá muni hann segja sannleikann. „Það sem ég er að biðja þig um, ef ég þarf á því að halda, er að þú stingir mig ekki í bakið,“ segir Magnús. „Þannig að, ef það verður sakamál, þá komir þú ekki og segir að Magnús hafi gert hitt og þetta.“

Á þessari upptöku heyrist Magnús tala um samskipti stjórnvalda á Íslandi og í Lúxemborg og Belgíu. Segir Kevin að Magnús hafi sagt við sig á fundi að skilanefnd Kaupþings hafi ákveðið að taka eignir hans og nota þær til að borga skuldir.


Á þriðju upptökunni má heyra þá Kevin og Magnús ræða um minnisblað sem Steinar Þór Guðgeirsson, þá formaður skilanefndar Kaupþings, hafi neitað að skrifa undir. Í minnisblaðinu mun hafa staðið að það væri samsæri um að stela eignum Kevin til að borga skuldir Kaupþings á Íslandi við Kaupþing í Lúxemborg.

Hér má lesa bréf Kevin Stanford og Karen Millen í heild sinni.

 

Leiðrétting: Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar var sagt að Kevin hafi verið að ræða við Hreiðar Má Sigurðsson. Það er ekki rétt. Hann var að ræða við Magnús Guðmundsson. Eyjan biðst velvirðingar á mistökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar