fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Hættir sem varaformaður Vinstri grænna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:30

Edward Hákon Huijbens, varaformaður VG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Hákon Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem kjörinn var varaformaður Vinstri grænna síðla árs 2017, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs á landsfundi VG í haust. Þetta segir hann í færslu á Facebook.

Ástæðan er að Edward hyggst flytja búferlum til Hollands starfs síns vegna.

Árið 2017 voru tveir í framboði til embættis varaformanns, þeir Edward og Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Alls 223 greiddu atkvæði í varaformannskjörinu og hlaut Edward 148 atkvæði, eða 66,4%, en Óli hlaut 70 atkvæði, 31,4%.

Í samtali við Eyjuna vildi Óli ekki svara því hvort hann hygðist bjóða sig fram að nýju í haust, hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn.

„Kæru vinir! Nú er það svo að skjótt skipast veður. Eftir fjögurra mánaða útlegð á hafinu í haust, í ljúfu frelsi internetsleysis, komum við fjölskyldan heim milli jóla og nýárs. Þá hófst næsta verkefni sem er að undirbúa flutning til Hollands. Ég fékk afbragðs tilboð um að leiða rannsóknarhóp á sviði menningarlandfræði við Wageningen háskóla og hef þar störf sem prófessor og stjórnandi þessa 30 manna hóps 1. febrúar. Þetta er mikið akademískt framfaraspor, en auðvitað með trega sem maður fer frá eyjunni ísa. Ég mun starfa sem varaformaður VG fram að landsfundi í haust, enda fjölskyldan ekki að elta mig út fyrr en þá og stutt er milli Amsterdam og Íslands, reyndar stundum næstum eins auðvelt og Akureyri – Reykjavík. Við munum eiga heimili/íbúð áfram á Íslandi, en þurfum eitthvað að endurskipuleggja og því er heimili okkar til 12 ára nú komið á sölu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar