fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Arðgreiðslur rúmir 17 milljarðar í fyrra: „Ánægjulegt“ að sjá að kröfugerð verkafólks hafði ekki neikvæð áhrif“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 16:00

Vilhjálmur Birgisson Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals keyptu hlutafélög í Kauphöll Íslands til baka eigin bréf fyrir 14,3 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt ViðskiptaMogganum. Arðgreiðslur námu 15,6 milljörðum, sem er aukning frá árinu áður, en þá námu arðgreiðslur 14,9 milljörðum króna.

Auk þess greiddi VÍS tryggingarfélagið út 1,8 milljarða til hluthafa í formi hlutabréfa í kviku banka og námu því arðgreiðslur ársins 2018 alls 17,4 milljörðum, en heildarmarkaðsvirði skráðra félaga var 960 milljarðar í lok síðasta árs.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er kaldhæðinn í umfjöllun sinni um málið, er hann setur arðgreiðslurnar í samhengi við kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar:

„Mikið er það nú „ánægjulegt“ að sjá að kröfugerð verkafólks hafði ekki neikvæð áhrif á að eigendur skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni næðu að greiða sér veglegar arðgreiðslur á síðasta ári. Ég sem var farinn að halda að kröfugerð verkafólks væri nánast búin að skapa „þjóðargjaldþrot“ allra íslenskra fyrirtækja, en jæja gott að hægt sé að greiða nokkra „smáaura“ í arðgreiðslur þrátt fyrir þá „sturluðu og gölnu“ kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar um að hægt sé að lifa á lágmarkslaunum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar