fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Segir borgarmeirihlutann ekki vilja birta launin: „Þar með fóru gagnsæi og góðir stjórnsýsluhættir í jólaköttinn“ – Sósíalistar sátu hjá

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. desember 2018 09:40

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrú Miðflokksins í Reykjavík, birti í síðasta mánuði launaseðil sinn og vildi með því ganga fram með góðu fordæmi. Vildi hann að aðrir borgarfulltrúar gerðu slíkt hið sama og kallaði eftir gegnsæi.

Sjá nánar: Baldur varaborgarfulltrúi birtir launaseðil sinn og krefst meira gagnsæis:„Laun opinberra starfsmanna eiga að vera upp á borðum“

Þá lagði Baldur fram tillögu þess efnis að heildarlaun borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa yrðu gerð opinber á þar til gerðri upplýsingasíðu, líkt og Alþingi hefur gert yfir laun þingmanna.

„Það er leiðar en orðum taki að það góða fordæmi sem Alþingi setti þar skuli hafa verið hafnað af flokkum í borgarstjórn sem stæra sig af að hafa gagnsæi í öndvegi.
Í staðinn skal birta texta um réttindi borgar- og varaborgarfulltrúa, en samkvæmt honum eru hæstu heildarlaun kr.1,090,192,- og engar uppl um ferðakostnað, dagpeninga né nokkurn hlut annan. Þarf vart að fara orðum um að þessar tölur standast enga skoðun,“

segir Baldur. Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins studdi frumvarp Baldurs, en:

„Sósíalistar sáu sér af einhverjum ástæðum ekki fært að berjast með okkur og sátu hjá við atkvæðagreiðslu,“

segir Baldur og bætir við:

„Þar með fóru gagnsæi og góðir stjórnsýsluhættir í jólaköttinn, væntanlega þennan á Lækjartorgi. Ég legg því til að á Þorláksmessu taki borgarfulltrúar Vg-C-P-Sf sig til, mæti á Lækjartorg og fóðri þar jólaköttinn hver með sínu afriti af frumvarpinu. Sósíalistar geta svo staðið hjá.“

Ekki vinsælasta stelpan í partýinu

Baldur sagði í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu að enginn borgarfulltrúi í meirihlutanum hefði verið ánægður með að hann skyldi birta launaseðilinn sinn opinberlega. Hann sagðist hafa átt von á að allar upplýsingar um kaup og kjör borgarfulltrúa lægju fyrir á vef Reykjavíkurborgar. En þegar hann hafi borið upp tillöguna og birti launaseðil sinn, fékk hann dræm viðbrögð:

 „Við getum orðað þetta sem svo að ég var ekki vinsælasta stelpan í partýinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?