fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Andri Snær: „Einu röklegu viðbrögðin við sturluðum heimi má finna í myndinni Kona fer í stríð“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. desember 2018 16:30

Andri Snær Magnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarforkólfur, finnur Bitcoin rafmyntinni flest til foráttu. Hann segir fyrirbærið vera bólu sem noti allt of mikla orku og gagnrýnir samning Landsvirkjunar við gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélag Etix Everywhere Borealis, um afhendingu 25MW til nýs gagnavers á Blönduósi.

Í niðurlagi færslu sinnar á Facebook við frétt Eyjunnar um samninginn, segir Andri Snær:

„Einu röklegu viðbrögðin við sturluðum heimi má finna í myndinni Woman at war / Kona fer í stríð.“

Í myndinni Kona fer í stríð, stundar aðalsöguhetja myndarinnar skemmdarverk á raflínum, í nafni umhverfisverndar.

Eyjan hafði samband við Andra Snæ og spurði hvort hann hefði áhyggjur af því hvort þessi orð hans yrðu verið túlkuð sem hótun eða réttlæting á skemmdarverkum:

„Ég myndi ekki segja að þetta sé hótun. Einu röklegu viðbrögðin við sturluðum heimi koma fram í enda myndarinnar, þegar aðalsöguhetjan ættleiðir barn í Úkraínu. Sá sem bjargar einu barni, bjargar heiminum. Það er það sem ég er að vísa til,“

segir Andri Snær.

Í færslu sinni segir Andri Snær að heimurinn sé alveg „óður“ í að fara til „fjandans“:

„Mikið vildi ég að Amor hefði skotið ör í rassinn á Orkumálastjóra um leið og hann ók yfir Sprengisand. Hér er gerður samningur um 25MW sem fer til fyrirtækis sem leitar að Bitcoin sýndarpeningum. Á heimsvísu fer meiri orka í að leita að Bitcoin® heldur en nemur orkuþörf Hong Kong eða Nýja Sjálands. Er betra að leita að BullGulli® hér með ,,hreinni orku“ frekar en í Kína með kolaorku? Í ljósi þess að þarna er hálf Hvalárvirkjun sem fer í BullGull® eða sem nemur tveimur Svartám þá er alveg ljóst að heimurinn er alveg óður í að fara til fjandans og ekkert virðist geta stöðva menn. Einu röklegu viðbrögðin við sturluðum heimi má finna í myndinni Woman at war / Kona fer í stríð.“

Hann segir Bitcoin vera botninn á heimsins mestu vitleysu:

„Það er algerlega ósannað hvort það sé nokkuð gagn að þessum sýndarpeningum, og þetta virðist vera bóla sem er að rísa og hníga og er skýrt dæmi um vitleysuna sem þrífst í heiminum. Og þegar orkuyfirvöld segja að það sé betra að reisa eitthvað hér en annarsstaðar, taka þeir ekki með í dæmið hversu uppfullur heimurinn er af óstjórnlegri vitleysu og Bitcoin er í rauninni botninn á þessari vitleysu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar