fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Sólveig Anna birtir laun leikskólastarfsmanns eftir 10 ára starf – Á sama tíma eyðir borgin milljörðum í þetta

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. desember 2018 11:35

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á sama tíma og Reykjavíkurborg getur á fjórum árum lagt út 3 milljarða í ráðgjafar- og hönnunarþjónustu borgar hún leiðbeinendum á leikskólum borgarinnar svo lág laun að Eflingar-meðlimir sem vinna við þessi störf eru með lægstu heildalaun félagsmanna, eða 358 þúsund krónur á mánuði að meðaltali.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í pistli á Facebook-síðu sinni.

Þar gerir hún að umtalsefni frétt Fréttablaðsins í dag þess efnis að Reykjavíkurborg hafi frá árinu 2014 greitt ríflega þrjá milljarða króna í ráðgjafar- og hönnunarþjónustu.

Sólveig segist vera búin að fá nóg og bendir á að nýja kjarakönnun Eflingar sem leiðir í ljós að starfsfólk í leikskólum upplifi mest álag í starfi.

„Leiðbeinendur á leikskólum eru jafnframt lang ósáttastir með laun sín þar sem 8 af hverjum 10 eru mjög eða frekar ósáttir, samkvæmt sömu könnun.“

Sólveig Anna beinir svo sjónum sínum að Reykjavíkurborg.

„Reykjavíkurborg gæti kannski sett einhverjar milljónir í finna út hver kynja-hallinn er í þessum veruleika sem hér birtist okkur, þar sem ráðgjöf og hönnun er greinilega verðlögð mjög hátt en menntun og gæsla barna verðlög nokkuð lágt, ef svo má að orði komast?“

Sólveig viðurkennir að vera ekki með neina „útpælda hugmynd“ um hvernig það yrði gert.

„En það væri kannski hægt að skoða hversu margir karlar fengu hlutfallslega hversu mikið af pening fyrir að ráðgefa og hanna vs. hversu margar konur fengu hlutfallslega hversu mikin pening á sama tíma við að líta eftir ungviðinu í leikskólunum svo að hjól alls atvinnulífsins, líka ráðgjafar og hönnunar-atvinnulífsins (sem og borgar-stjórnmála-atvinnulífsins) gætu haldið áfram að snúast og snúast?“

Í athugasemdum undir færslunni segir Sólveig að laun manneskju, sem hefur starfað í 10 ár í leikskóla reknum af Reykjavíkurborg, sé staðan svona. Mánaðarlaun séu 328 þúsund krónur og fyrir tíu tíma yfirvinnu greiðist rúmar 34 þúsund krónur. Samtals séu þetta 362 þúsund krónur.

„Svo væri mögulega hægt að nota niðurstöðurnar til að komast að því að tímabært væri kannski að hækka laun kvennastéttarinnar sem með vinnu sinni heldur reykvíska leikskólakerfinu uppi og uppsker ekkert fyrir nema fjárhagsáhyggjur og þá staðreynd að hún er lang-neðst í efnahagsútreikninga-stigveldi Reykjavíkurborgar? En það er sennilega til of mikils ætlast. Ekki vill borgin fara á undan með góðu fordæmi þegar kemur að því að tryggja efnahaglegt sjálfstæði útivinnandi kvenna? Hverskonar femínismi væri það nú eiginlega?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar