fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Braggamálið: „Klósettið“ fræga enn ekki tilbúið – Unnið að framkvæmdum – Kostnaður kominn í 415 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá hluti braggans í Nauthólsvík sem kallaður er Náðhúsið, vegna þess að áður fyrr var þar salerni, er enn ekki tilbúinn. Um er að ræða væntanlegt fundarherbergi og er það ekki frágengið. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að taka húsnæðið í notkun í janúar.

Náðhúsið tilheyrir þriðja hluta braggasvæðisins sem Háskólinn í Reykjavík tekur á leigu. Er stærsti hluti húsnæðisins ætlaður fyrir frumkvöðlasetur á vegum skólans þar sem verður aðstaða fyrir sprotafyrirtæki nemenda. Áður var talið að Náðhúsið yrði fjölnota fyrirlestrasalur.

Braggamálið var mikið í fréttum í haust eftir að DV upplýsti að verkefnið hefði farið 257 milljónum fram úr áætlun. Óljóst er hvort verkefnið eigi eftir að fara enn meira fram úr áætlun þar sem framkvæmdum er enn ekki lokið.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gerði sér ferð á svæðið í haust og tók myndir með símanum sínum inn um glugga Náðhússins. „Ég er þrumu lostin yfir þessu ástandi. Þetta er tæplega fokhelt, það er ekkert verið að gera þarna inni og húsið er ekki tilbúið fyrir veturinn að utan. Þetta er ekki í lagi,“ segir Vigdís. Sjá hér.

Áður hefur komið fram að Reykjavíkurborg mun ekki leggja meira fé í framkvæmdirnar. Samkvæmt þeim upplýsingum eru þessar framkvæmdir á kostnað HR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta