fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjóvá gaf frá sér afkomuviðvörun í gærkvöldi í kjölfar brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir þetta furðu sæta og kallar eftir nýjum lögum um vátryggingarstarfsemi, þar sem eigendur tryggingarfélaganna „mergsjúgi“ þau:

„Lið sem hefur komist yfir tryggingafélögin á undanförnum áratugum, örfáar fjárglæframanneskjur, hafa skrælt þau svo að innan með því að greiða sjálfu sér út tryggingasjóðina sem arð, að nú eru þetta svo veik félög að það má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun. Eitt tjón, sem þó getur aldrei orðið hærri útgreiðsla úr íslenski félögunum en 200 m.kr. vegna endurtrygginga; raskar rekstrarforsendum. Er ekki kominn tími á ný lög um vátryggingarstarfsemi sem skyldar félögin að geyma iðgjöldin í sjóðum til að mæta tjóni og banna eigendum félaganna að mergsjúga þau?“

Í tilkynningu Sjóvá segir að við uppgjör þriðja ársfjórðungs 2018 hafi Sjóvá kynnt horfur um samsett hlutfall eftir ársfjórðungum þar sem fram kom að á fjórða ársfjórðungi væri gert ráð fyrir 95% samsettu hlutfalli og 97% samsettu hlutfalli fyrir árið. Jafnframt kom fram að tilkynnt yrði um frávik frá horfum umfram 5 prósentustig í samsettu hlutfalli innan fjórðunga.

„Í kjölfar bruna hjá viðskiptavinum Sjóvár í atvinnuhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði föstudaginn 16. nóvember sl. má búast við að samsett hlutfall fjórða ársfjórðungs verði hærra en ráð var fyrir gert og eru horfur fjórðungsins því uppfærðar í 100%. Vegna endurtryggingasamninga takmarkast eigin áhætta Sjóvár í brunatjónum við 200 m.kr. Í ljósi ofangreinds eru horfur fyrir samsett hlutfall ársins 2018 nú um 98%.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?