fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur við Grandagarð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Tillagan um kaup á nýju neyðarskýli er ein af fjölmörgum tillögum velferðarráðs frá því í sumar til að styrkja þá sem eru heimilislausir og/eða í vímuefnaneyslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að húsnæðið sé 216 fermetrar og staðsett að Grandagarði 1 A. Um er að ræða tvílyft hús. Breytingar verða gerðar á húsnæðinu, meðal annars komið fyrir lyftu á milli hæða. Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist í mars á næsta ári en þangað til verður tímabundin fjölgun plássa í Gistiskýlinu við Lindargötu, til að mæta því markmiði velferðarráðs að ekki þurfi að vísa neinum frá í vetur.

Í neyðarskýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um  115 mkr. á ári.

,,Opnun neyðarskýlis fyrir unga vímuefnaneytendur verður mikilvægur áfangi í að bæta þjónustu við þann hóp borgarbúa. Á næsta ári munum við innleiða endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, það er því margt á döfinni í  þessum mikilvæga málaflokki“, segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í tilkynningunni.

Á fundi borgarráðs var einnig farið yfir undirbúning vegna kaupa á 25 smáhýsum en þau verða staðsett í nokkkrum þyrpingum vestan Elliðaáa.  Áætlað er að framkvæmdum við þau verði einnig lokið í mars á nýju ári.

Auk þess að reka neyðarskýli fyrir konur og karla þjónustar velferðarsvið Reykjavíkurborgar 65 einstaklinga sem eru í virkri neyslu og búa í sérstöku húsnæði á vegum borgarinnar. Vettvangs- og ráðgjafateymi velferðarsviðs annast stuðninginn og mun einnig veita væntanlegum íbúum í smáhýsunum þjónustu.

Reykjavík rekur einnig áfangaheimili eða styrkir slíka starfsemi þar sem eru um 130 pláss auk þess að koma að fjölmörgum verkefnum sem tengjast vímuefnaneytendum í virkri neyslu eða í kjölfar meðferðar.

Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar á árinu 2019, vegna þjónustu við þennan hóp er um 1.2 milljarðar króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar