fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Starfshópur Björns Bjarnasonar fær 25 milljónir frá Guðlaugi Þór fyrir skýrslugerð um EES

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 17:42

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, er formaður starfshóps sem vinna á skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES. Mun kostnaður við skýrsluna vera áætlaður 25 milljónir króna. RÚV greinir frá.

Á næsta ári verður liðinn aldarfjórðungur frá gildistöku EES- samningsins hér á landi. Þrettán þingmenn kölluðu eftir mati á kostum og göllum aðildar Íslands að EES og var sú beiðni samþykkt þann 10. apríl. Átti að skila skýrslunni 19. júní, en sökum umfangs var óskað eftir fresti á skilum, sem var samþykktur. Var Björn Bjarnason síðan skipaður formaður starfshópsins í ágúst og mun utanríkisráðuneytið verja 25 milljónum til að fullvinna skýrsluna.

Ekki liggur fyrir hver laun Björns sem formanns eru, eða annarra í starfshópnum.

Í svari utanríkisráðuneytisins til fréttastofu RÚV er framlagið sagt standa straum af vinnuframlagi nefndarmanna, laun til starfsmanns nefndarinnar og kostnað vegna yfirlesturs, umbrots, prentunar og kynningar á skýrslunni, auk annars tilfallandi kostnaðar.

Er verkið sagt taka um tólf mánuði í vinnslu.

Til samanburðar má greina frá því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, varði 25 milljónum til forvarnarverkefnis gegn sjálfsvígum fyrir nokkrum vikum.

Þá vörðu Ríkiskaup 25 milljónum til kaupa á sjö rafbílum fyrir fimm mismunandi ríkistofnanir, fyrir um ári síðan.

Lítill vinskapur

Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Bjarnason hafa ekki alltaf átt skap saman, þó samflokka séu. Björn gerði í byrjun árs Guðlaug Þór ábyrgan fyrir slæmri stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni, í grein í Þjóðmálum.

Björn og Guðlaugur hafa lengi eldað saman grátt silfur síðan þeir áttust við í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2007, þar sem Björn sakaði Guðlaug um að vera handbendi Baugsmanna gegn sér, með vísun í himinháa styrki sem Guðlaugur þáði í kosningabaráttu sinni. Guðlaugur hefur lengi þótt heygja harða kosningabaráttu og er gjarnan talað um að kosningamaskína hans sé sú öflugusta á landinu.

Björn hafði greinilega ekki gleymt slag þeirra og er greinilega ekki gróið um heilt þeirra á milli, því Björn skrifaði í janúar:

Gegn þessari þróun verður að snúast. Innan Sjálfstæðisflokkssins hvílir sú skylda fyrst og síðast á Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, sem hefur lagt mest af mörkum til þess valdakerfis sem þróast hefur innan flokksins í höfuðborginni og sækir orku sína til innbyrðis átaka frekar en baráttu við andstæðinga flokksins.“

Uppfært:

Fyrirsögn fréttarinnar „Björn Bjarnason fær 25 milljónir frá Guðlaugi Þór fyrir skýrslugerð um EES“ var breytt þar sem skilja mátti hana sem svo, án samhengis, að Björn fengi 25 milljónir króna í laun fyrir skýrslugerðina, þó svo málið sé skýrt í fréttinni sjálfri og laun Björns liggi ekki fyrir.

Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands