fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Gunnar Smári spyr hvort það sé kominn tími til að fella styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. október 2018 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, veltir því upp hvort það sé kominn tími til að fella styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Ástæðan er að Ingólfur var þrælahaldari, stingur Gunnar Smári upp á að það ætti frekar að reisa styttu af Dúfþak, írskum þræl Ingólfs, í staðinn.

Það er ekki víst hversu mikil alvara er að baki uppástungu Gunnar Smára á Fésbók en hann notar Ingólf sem dæmi um þrælahaldara sem haldið sé upp á í stað þeirra sem gera uppreisn gegn þrælahöldurum.

„Þegar þrælar drápu þrælahaldara sinn á Hjörleifshöfða við upphaf Íslandsbyggðar hófst alþýðuuppreisn Íslendinga. Þegar þrælahaldarinn Ingólfur Arnarsson elti foringja þrælauppreisnarinnar út í Vestmannaeyjar og drap þá alla koðnaði alþýðuuppreisnin niður. Og hefur legið niðri síðan,“ segir Gunnar Smári. Bendir hann á að Íslendingar reistu styttu af Ingólfi, en flestir hafi gleymt nöfnum þrælanna: „…frelsishetjanna sem risu upp gegn ánauð og kúgun þrælahaldarana. Kannski er kominn tími til að fella Ingólf af stalli sínum og reisa styttu af írska þrælnum Dufþak í staðinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar