fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Áhugi minn á árinu 1918

Egill Helgason
Laugardaginn 6. janúar 2018 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var strákur fékk ég gríðarlegan áhuga á árinu 1918. Líklega hefur þetta byrjað 1968, þegar 50 ár voru liðin frá þessu örlagaári. Ég hef þá verið á níunda ári. Áhuginn fékk aðallega útrás í miklum lestri á bókinni Árin sem aldrei gleymast, Ísland og heimsstyrjöldin fyrri eftir rithöfundinn Gunnar M. Magnúss.

Seinni hluti bókarinnar fjallaði um þetta ár sem mér fannst svo heillandi, hin miklu frost í upphafi ársins, kuldann, hafísinn, skortinn vegna heimsstyrjaldarinnar, síðsutu stórrorrustur stríðsins, Kötlugosið og svo spænsku veikina sem mér fannst hryllilegust og um leið mest heillandi. Fólk sem dó unnvörpum í húsum sem ég gekk framhjá daglega þegar ég var að selja Vísi niðri í bæ. Neyðarskýli í Miðbæjarskólanum. Börn sem lágu í vöggum sínum en báðir foreldrarnir örendir.

Í raun hafði ég minnstan áhuga á umfjölluninni um fullveldið, það sló mig aðallega hversu myndi af fullveldisföguðinum fyrir utan Stjórnarráðið var döpur og dimmt yfir öllu. Það var eins og þetta byrjaði ekki sérlega vel.

Í gamla kirkjugarðinum (sem var aldrei kallaður Hólavallagarður) rétt hjá heimili mínu fann ég svo mikið af gröfum fólks sem hafði dáið í nóvember og desember 1918 – oft ungt fólk. Þekkti nánast hverja einustu. Þessar grafir er að finna í norðvesturhluta garðsins, næst Hólatorgi og Ljósvallagötu.

Það gerðist svo nokkru síðar að Gunnar M. Magnúss sjálfur kom í heimsókn í Öldugötuskóla þar sem ég var nemandi. Þá vorum við að lesa barnabók eftir hann sem heitir Suður heiðar. Ég hafði lítinn áhuga á henni, en í huga mínum var Gunnar stórkostlegur rithöfundur vegna heimsstyrjaldarbókarinnar. Þetta var góðlegur karl, með vel snyrt hvítt skegg, vel til fara og með hatt. Ég áræddi ekki að tala við hann um bókina.

 

Þetta er teikning af Gunnari M. Magnúss sem vinur minn Ingólfur Margeirsson gerði og fylgdi viðtali sem birtist í Þjóðviljanum 1978.

Fyrir utan stjórnarráðshúsið 1. desember 1918. Ísland hefur fengið fullveldi en þetta virkar dimmt og dapurt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“