fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, hyggst taka upp málefni Orkuveitunnar á fundi borgarráðs á fimmtudag. Hún greinir frá þessu á Facebook og segir fróðlegt að sjá hvort „allt verði gert til að hindra framgöngu málsins á þeim vettvangi.“

Í annarri færslu frá í gærkvöldi snýr Vigdís Orkuveitumálinu upp á meirihluta borgarstjórnar vegna dómsmálsins þar sem Reykjavíkurborg var gert af Héraðsdómi Reykjavíkur að greiða starfsmanni sínum bætur vegna framkomu skrifstofustjóra borgarstjóra í hans garð:

„Formaður borgarráðs talaði skýrt í kvöld. Það á að taka fast á starfsmannamálum borgarinnar. Það á líka að eiga við í ráðhúsinu – að þeir sem brjóta af sér gagnvart undirmönnum sínum verði látnir axla ábyrgð. Þetta á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla – sér í lagi þegar dómar liggja til grundvallar. Líklega eru nýjir tímar runnir upp í Reykjavík . Ég fagna því …!!! Dropinn holar steininn :-)“

Sjá nánar: Helga Björg sögð koma fram við undirmann eins og „dýr í hringleikahúsi“ – Starfar enn hjá Reykjavíkurborg – „Einörð og fylgin sér“

 

Hvað vissi borgarstjóri og hvernig brást hann við ?

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur einnig kallað eftir hlutlausum rannsóknaraðila til þess að fara yfir mál Orkuveitunnar, eftir að formaður stjórnar OR óskaði eftir því í gær að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum inann OR.

Þá segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, við Morgunblaðið að upplýsingar hafi borist um að starfsmenn OR hafi leitað til borgarstjóra þar sem þeir töldu á sér brotið. Því hafi verið óskað eftir upplýsingum um þau samskipti og hvernig brugðist hafi verið við þeim af hálfu borgarstjóra.

 

Sjá nánarÁslaug er konan sem var rekin – „Ég ætlaði aldrei að verða ,,þessi kona”

Sjá nánar: Allt á suðupunkti innan Orkuveitunnar:Þórður var sakaður um kynferðisbrot – Forstjóri stígur til hliðar – „Er þetta ekki komið gott?“

Sjá nánar: Framkvæmdastjóri hjá Orkuveitunni viðurkennir kynferðislega áreitni

Sjá nánarMikil ólga meðal starfsmanna Orkuveitunnar – Undrast aðgerðarleysi starfsmannastjórans

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum