fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Mikil ólga meðal starfsmanna Orkuveitunnar – Undrast aðgerðarleysi starfsmannastjórans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 06:40

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmannafundur var haldinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær vegna máls Bjarna Más Júlíussonar, sem var sagt upp störfum í síðustu viku vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskvenna sinna, og þeirrar stöðu sem uppi er hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum þess. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa þrír stjórnendur hjá OR verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna ásakana um kynferðislega áreitni gegn starfsfólki eða kynferðisbrot áður en þeir hófu störf hjá OR.

Fréttablaðið hefur í dag eftir starfsfólki, sem var á starfsmannafundinum í gær, að það undrist svör Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR, á fundinum. Hún var spurð af hverju ekkert hefði verið gert vegna kvartana sem henni bárust vegna hegðunar Bjarna Más. Hún svaraði því til að engin formleg kvörtun hefði borist. Fréttablaðið hefur eftir einum viðmælanda sínum að hugsanlega hefðu viðvörunarljós átt að kvikna þegar óformlegu kvartanirnar voru orðnar fleiri en ein og tvær. Ekki dragi það úr mikilvægi þess að metnaðarful og verðlaunuð jafnréttisstefna er í gildi innan OR.

Fréttablaðið hefur eftir Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa OR, að á fundinum hafi verið farið yfir þá stöðu sem upp er komin innan fyrirtækisins. Hann sagði að í úttekt, sem OR hefur óskað eftir að innri endurskoðun borgarinnar geri á vinnustaðamenningunni hjá OR, verði örugglega skoðað hvaða munur sé á formlegum og óformlegum kvörtunum og meðferð þeirra hjá fyrirtækinu.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, óskaði í gær eftir að víkja úr starfi á meðan unnið er að úttekt á vinnustaðamenningunni innan OR. Ósk hans verður tekin fyrir á stjórnarfundi á morgun. Mörg spjót hafa staðið á Bjarna vegna málsins og þykir mörgum nauðsynlegt að hans hlutur í málinu verði skýrður betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu