fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Vigdís líkir „tungumálinu“ við einelti: „Myndi hún gera þetta í vinnunni sinni ef hún væri í sínu gamla starfi? Ég er ansi hrædd um ekki, að ulla á börnin?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 10:48

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist ætla að skoða réttarstöðu sína eftir ásakanir borgarritara um trúnaðarbrest. Þá líkir hún tungumálinu svokallaða, þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við eineltistilburði. Þetta sagði hún í Bítinu á Bylgjunni í morgun, aðspurð hvort þetta hefði ekki bara verið grín hjá Líf:

„Þetta var raunverulegt ull.[…] Það er alltaf sagt svona í eineltismálum, að þetta er nú svona og þolendanum að kenna  og allt svoleiðis skiljið þið. Ef þetta hefur verið eitthvað grín, eða þetta hefur verið óvart eða henni hefur verið heitt á tungunni eða eitthvað slíkt, þá átti hún náttúrulega ekki að gera þetta framan í Eyþór Arnalds bara í lok fundarins.Við ætlum að uppræta þessa eineltismenningu í ráðhúsinu. Við erum með sérfræðing, Kolbrúnu Baldursdóttur, sem er sérfræðingur í eineltismálum og vinnusálfræðingur. Þetta er bara búið að vera alltof lengi í ráðhúsinu.“

Tungumálið undir sama hatti og  #metoo og #höfumhátt

Þá sagði Vigdís afar þarft að segja frá hverskyns ofbeldi og nefndi #höfumhátt og #metoo í sambandi við ullið hjá Líf:

„Og varðandi tungumálið. Ég held meira að segja að hún (Líf)  sé grunnskólakennari. Myndi hún gera þetta í vinnunni sinni ef hún væri í sínu gamla starfi? Ég er ansi hrædd um ekki, að ulla á börnin? En við erum fullorðið fólk og sumir segja að við eigum að geta tekið á þessu, en eigum við þá ekki að rifja upp #höfumhátt, að segja frá ofbeldi sama hvort það sé undir hatti #metoo eða öðru ?“

 

Fólk geti ekki komið svona fram

Vigdís segir einnig að á fyrsta fundi borgarstjórnar hafi illa verið komið fram við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins og þar hafi borgarstjóri ekki verið undanskilinn:

„Meirihlutinn talaði svo niður til hennar að ég þurfti að fara og verja hana á hennar fyrsta fundi og mínum fyrsta fundi.“

Þá gagnrýndi Vigdís einnig hegðun oddvita Vinstri grænna á sama fundi:

„Í tvígang þá rauk til dæmis Líf Magneudóttir á fætur og hljóp út úr salnum og skellti á eftir sér, þegar ég var í ræðustól. Það verður bara að laga þetta! Fólk getur ekki komið svona fram.“

 

Þarf að stoppa eineltiskúltúr í fæðingu

Þá sagði Vigdís að eineltiskúltúrinn væri að fylgja meirihlutanum á nýtt kjörtímabil og nefndi mál Kjartans Magnússonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, því til sönnunar, en Kjartan lét bóka árið 2016 að hann hefði verið hrakyrtur og svívirtur af þáverandi formanni borgarráðs:

„Það er vitað og komið fram að ákveðnir aðilar sýndu ekki tilhlýðilega hegðun við kjörinn fulltrúa sjálfstæðis á síðasta kjörtímabili, hann hefur stigið fram og sagt frá því. Þetta fylgir þessu fólki yfir á nýtt kjörtímabil sem nú er að hefjast og ef þetta verður ekki stoppað í fæðingu, þá heldur þessi kúltúr á fram í ráðhúsinu.“

Þrátt fyrir allt þetta sagði Vigdís að hún teldi samvinnuna betri í borginni en á tíma sínum í þinginu og sagðist hún bjartsýn á áframhaldandi samstarf, þó svo það liti kannski þannig við út á við, að borgarfulltrúar væru alltaf að rífast:

„Það er bara tekist málefnalega á. […] Við vinnum þetta mjög faglega, þarna er mjög reynslumikið fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar