fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Bullað um Danmörku og sósíalismann

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er stórundarlegt og pínu sorglegt myndskeið af Fox sjónvarpsstöðinni. Það er náttúrlega að æra óstöðugan að eltast við allt ruglið á þeirri sjónvarpsstöð – en þetta snertir okkur aðeins.

Þarna er sjónvarpskonan Trish Regan að bera saman Danmörku og Venesúela. Samkvæmt henni vill enginn vinna í Danmörku, þetta er ríki hræðilegrar skattkúgunnar, með ókeypis skóla og háskóla, fólki sé meira að segja boðið fé fyrir að fara í skóla. Það sé raunveruleiki sósíalismans – unga fólkið útskrifist en enginn hafi hvata til að gera neitt.

Danmörk sé því eins og Venesúela – mórallinn sé algjört framtaksleysi í boði ríkisins.

 

 

En svo er hægt að líta á staðreyndir. Á grein World Economic Forum er hægt að finna tvær greinar sem fjalla um þetta. Félagslegur hreyfanleiki er svo til úr sögunni í Bandaríkjunum. Það er gríðarlega erfitt fyrir fólk að færast milli stétta. Ástæðan liggur í þjóðfélagsgerðinni; góðir skólar eru til dæmis rándýrir og ekki fyrir nema börn efnafólks að komast í þau. Ójöfnuðurinn er svo gríðarlegur að þeir sem eru neðst í þjóðfélagsstiganum geta ekkert þokast upp. Þeir eru fastir.

Hér er grein frá 2016 þar sem Bandaríkin og Danmörk eru borin saman. Þar segir að norræna módelið bjóði upp á félagslegan hreyfanleika án þess að draga úr framleiðni. Og svo er hér önnur grein þar sem segir að það sé líklegra að fólk geti upplifað „bandaríska drauminn“ í Danmörku en í Bandaríkjunum.

Höfundar síðarnefndu greinarinnar eru Kate Pickett og Richard Wilkinson en þau skrifuðu fræga bók um ójöfnuð sem nefnist The Spirit Level. Wilkinson var eitt sinn gestur hjá mér í Silfrinu. Þetta graf er úr  bókinni og sýnir samhengið milli ójöfnuðar og félagslegs hreyfanleika. Eins og á svo mörgum öðrum mælikvörðum eru það Norðurlöndin sem koma best út.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?