fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe: „En auðvitað vildi ég sjá íslenskar fjölskyldur búa hér á hverjum bæ“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 19:00

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er jarðeigandi á Hauksstöðum í Vopnafirði. Hún deilir því jörð með ríkasta manni Bretlands, James Ratcliffe, en hann hefur keypt fjölda jarða í Vopnafirði og meirihlutann í Grímsstöðum á Fjöllum, ásamt Jökulsá á Fjöllum. Hafa margir lýst áhyggjum af þeirri þróun, til dæmis Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Eiríkur Jónsson greinir frá því á vef sínum að Ratcliffe hafi keypt jörð af mági Þórunnar, sem nú er látinn og eigi Ratcliffe því nú 20% af jörðinni á móti Þórunni og eiginmanni hennar.

Þetta staðfesti Þórunn við Eyjuna:

„Mágur minn átti 41,67 af jörðinni eins og við hjónin. Fyrir mörgum árum seldi hann hluta til einhvers félags, sem ég veit ekki hver er á bak við. En við eigum sjálfstætt okkar hluta af jörðinni,“

sagði Þórunn, en hún segist engin samskipti eiga við Ratcliffe, hafi aðeins séð honum bregða fyrir í bíl.

 

Vill heldur íslenskar fjölskyldur

Þórunn var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun, þar sem hún sagði að nýting jarða væri mikilvægari en eignarhaldið:

„Við þurfum að leita allra leiða til að nýta jarðirnar og okkur vantar stefnu. Við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að nýta jarðirnar til landbúnaðarframleiðslu og matvælaframleiðslu. Og það á að gilda jafnt um Íslendinga sem útlendinga sem kaupa jarðirnar, hvernig þær eru nýttar, og við þurfum að hafa skýra stefnu og sýn í því og það fer hver að verða síðastur um það.“

Aðspurð hvort þjóðerni jarðeigenda skipti hana máli, sagði Þórunn við Eyjuna:

„Nýtingin skiptir öllu máli. Og ef við gerum það á þann hátt sem við erum sátt við, þá finnst mér það ekki vera stærsta málið. En auðvitað vildi ég sjá íslenskar fjölskyldur búa hér á hverjum bæ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar