fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Fyrst hætti Edda, svo hættir Pósthúsið

Egill Helgason
Mánudaginn 23. júlí 2018 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún Edda hætti á gamla Pósthúsinu í Reykjavík í vor. Hún var búin að standa þar vaktina í marga áratugi. Fastir viðskiptavinir þekktu Eddu og kunnu afskaplega vel við hana, gamansemi hennar sem stundum gat verið pínu hæðin. Edda var einn af föstu punktunum í Miðbænum, maður var alltaf glaðari eftir að hafa hitt hana en áður. Ég vona innilega að hún njóti þess að vera komin á eftirlaunin.

Í dag heyrir maður svo að standi til að loka sjálfu Pósthúsinu. Því þetta er hið upprunalega Pósthús í hugum Reykvíkinga. Teiknað sem slíkt af sjálfum Rögnvaldi Ólafssyni og reist á árunum 1913 til 1914. Skemmdist aðeins í Reykjavíkurbrunanum mikla 1915, en bjargaðist. Manni skilst að húsið sé nú í eigu fasteignafélagsins Reita. Í hluta þess er reyndar ágæt starfsemi, nefnilega félagsmiðstöðin Hitt húsið.

Maður er dálítið undrandi. Póstútibúið þarna er ekki lengur sérlega stórt. Sjálfur vann ég einn vetur við póstburð, það var upp úr 1980, og þá var allt húsið undirlagt af póststarfsemi. Umsvifin hafa minnkað. En manni sýnist alltaf vera örtröð. Þarna kemur fólk að sækja pakka, útlendingar eru að póstleggja kort, svo eru þeir, eins og fólk í fjölskyldu minni, sem eru með pósthólf og hafa notað þau lengi.

Það er sagt að aðgengið sé lélegt. Jú, það þarf að ganga upp stiga til að komast inn í afgreiðslusalinn. Starfsemina á víst að flytja út á Mela, í Bændahöllina. Það er ekki slæmur staður, þannig séð, en það er ekki í hjarta miðborgarinnar eins og pósthúsið. Okkur verður sjálfsagt sagt að þetta sé í nafni bættrar þjónustu. Það er alltaf viðkvæðið nú á tíma falskra frétta – til dæmis er manni alltaf sagt að það bæti þjónustuna þegar bankaútibú loka. Nú er aðeins eitt slíkt eftir í Miðbænum, gamli Landsbankinn, gegnt Pósthúsinu.

Hvað fáum við svo í staðinn? Er sérstök þörf á fleiri veitingahúsum til að mynda?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar