fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Þingmenn og ráðherra næla sér í aukapening – Leigja út húsnæði á Airbnb

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 14:56

Samsett mynd-DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin greinir frá því að tveir þingmenn og einn ráðherra, drýgi tekjur sínar með því að leigja út íbúðir sínar til heimagistingar. Annar til hefur sótt um leyfi til heimagistingar.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, eru allir skráðir ábyrgðarmenn íbúða samkvæmt gögnum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og þeir Ágúst Ólafur og Helgi Hrafn leigja út íbúðir á vefnum Airbnb. Íbúð Þorsteins er ekki að finna á Airbnb.

Þá er Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, skráð ábyrgðarmaður íbúðar sem er til útleigu á Airbnb einnig, en gestgjafinn í þeirri íbúð er dóttir þeirra hjóna. Íbúðin er skráð í eigu Guðlaugs Þórs og Ágústu.

Flestir, ef ekki allir þessir stjórnmálamenn hafa  í gegnum tíðina talað um áhyggjur sínar af húsnæðis- og leiguverði og áhrifa Airbnb á markaðinn, sem samkvæmt Seðlabanka Íslands stóð fyrir 15% raunverðshækkun íbúðaverðs frá 2014-2017.

Nóttin í íbúð Guðlaugs Þórs kostar 17 þúsund krónur og hefur verið í leigu síðan í maí, en er ekki laus að ráði fyrr en í október, samkvæmt frétt Stundarinnar.

Henni er lýst sem 2ja herbergja, nýuppgerðri íbúð, sem er öllu hófstilltari lýsing en á húsnæði Ágústs Ólafs. Því er lýst sem „lúxus“ húsi með bar, eldstæði og heitum potti, en húsnæðið er 270 fermetrar, með „leynibar“ og kostar nóttin rúmar 40.000 krónur.

Íbúð Helga Hrafns er sögð „vagga kattaunnandans“ og kostar nóttin 13 þúsund krónur, en tveir kettir fylgja með íbúðinni.

Þorsteinn Víglundsson er ekki skráður með húsnæði á Airbnb, en er einn þeirra 1448 sem sótt hafa um leyfi um heimagistingu.

Í athugasemdarkerfi Stundarinnar er bent á að ef útleigan á húsnæði þingmannanna sé aðeins í boði meðan þeir séu í fríi, auki það alls ekki húsnæðisvandann líkt og margir haldi, heldur þvert á móti, sé hluti af deilihagkerfi sem gagnist öllum, nema þá helst eigendum hótela og annarra gistirýma.

Á hinn bóginn virðist það algeng skoðun í athugasemdarkerfinu og á samfélagsmiðlum, að þingmenn eigi ekki að þurfa að drýgja tekjurnar með þessum hætti og bent er á hræsnina sem felst í því að leigja út húsnæði sitt á Airbnb annarsvegar, en finna síðan blóraböggla fyrir ástandinu á húsnæðismarkaði í ræðu og riti hinsvegar.

Þess má geta til gamans, að laun þingmanna eru 1,101 þúsund krónur á mánuði og ráðherralaun eru 1,826 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt úrskurði kjararáðs frá 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar