fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Andri Snær um Hvalárvirkjun: „Auðvelt að rugla saman grunnþörf almennings og braski auðmanna sem eru að selja orkuna í eitthvað kjaftæði“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. júní 2018 12:45

Andri Snær Magnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn, náttúruverndarsinninn og forsetframbjóðandinn Andri Snær Magnason hefur haldið sig að mestu til hlés þegar kemur að umræðunni að Hvalárvirkjun. Í dag ryðst hann fram á ritvöllinn hvar hann líkir umræðunni um virkjunina við kvikmyndina Groundhog Day, svo stöðnuð sé orðræðan:

„Það sem er kannski sérkennilegast er hvernig þjóð sem er orðin langmesti orkuframleiðandi í heimi er alltaf til í átök og hvernig hitastigið hjá þeim sem vilja virkja er alltaf eins og þeir séu að fá fyrstu ljósaperuna í hús og hvað er auðvelt að rugla saman grunnþörf almennings og braski auðmanna sem eru að selja orkuna í eitthvað kjaftæði eins og bitcoin. Það má líkja þessu við að þegar Kristján Loftsson veiðir hundraðasta hvalinn þá sé hann ennþá að því vegna þess að börnin hans eru svo svöng.“

Hann segir orkuskort vestfjarða stafa af vanrækslu:
„Ef Vestfirðir búa við ótryggt rafmagn í landi þar sem orkuinnviðir gætu þjónað fimm milljón manna samfélagi, þá er það vegna þess að menn í orkugeiranum hafa vanrækt Vestfirði og þjónað öðrum en sínu fólki, ekki vegna þess að ekki hefur verið hægt að afla orkunnar. Það má segja að Kristján hafi vísvitandi svelt börnin sín, vegna þess að svöngu börnin eru forsenda þess að einhverjum finnist vit í því að hann veiði næsta hval.“

Andri Snær birtir línurit sem sýnir að Ísland sé heimsins mesti framleiðandi rafmagns, miðað við höfðatölu. Því sé það umhugsunarefni hvernig slíkur harmleikur verði til, ekki vegna skorts á rafmagni, heldur ofgnótt af því:

„Þannig að miðað við þetta línurit: Já það er fullkomlega hægt að búa til þjóðgarð kringum Drangajökul. Og nei, fegurðin þar er ekki nýlega uppgötvuð, hún er það sérstök að margir velja að fara þangað af öllum stöðum í heiminum á hverju sumri. Ef ég gúggla Pétur í Ófeigsfirði þá er hann oft á myndum með vinum mínum og kunningjum, enda hefur hann verið hjálplegur þeim sem hafa farið um þessar einstaklega fallegu slóðir, árum og jafnvel áratugum saman. Staðan í dag stefnir í að verða einhverskonar harmleikur, þar sem fallegt og viðkvæmt samfélag er svelt og síðan eyðilagt, þar sem allir tapa nema kannski sá erlendi aðili sem mun eiga virkjunina og sá bjáni sem nær að mala gull úr honum gegnum Bitcoin. Það er umhugsunarefni, hvernig svona harmleikur verður til, ekki við skort á rafmagni, heldur ofgnótt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta