fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Lygn streymir Don í kósakkabyggðum við Rostov

Egill Helgason
Mánudaginn 25. júní 2018 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem fara að sjá Ísland spila fótbolta í Rostov ættu tvímælalaust að ná sér í bókina Lygn streymir Don eftir Mikhail Sjolokov. Þetta er reyndar mikill doðrantur, kannski gefst ekki tími til að lesa hana milli leikja og alls kyns fótboltaláta. En þetta er eitt höfuðrit sovéskra bókmennta, kom út í fjórum bindum frá 1925 til 1940.

Sjolokov fékk Nóbelsverðlaun fyrir bókina 1965 og var mikið hampað á Sovéttímanum. Samt komst upp sá kvittur að hann hefði ekki skrifað bókina sjálfur nema að litlu leyti, heldur hafi hann tekið traustataki verk eftir vin sinn sem dó úr taugaveiki 1920. Meðal þeirra sem héldu þessu fram var annar Nóbelsverðlaunahafi, Alexander Solshenitsín og Svetlana, dóttir Stalíns. Hinn meinti höfundur hét Fyodor Kryukov og barðist með hvítliðum, var andstæðingur bolsévíka. Pappírar Sjokolovs brunnu skömmu fyrir stríð, og þar á meðal handritið að megninu af hinni frægu bók. En þetta er ein þekktasta bókmentaráðgáta 20. aldarinnar.

Í málið fæst líklega aldrei botn, en Sjolokov skrifaði aldrei neitt verk sem jafnaðist á þessa frægustu bók hans. Sjolokov var mestanpart þægur fulltrúi Stalíns og Sovétkommúnismans, og var hampað í samræmi við það, en honum mun þó hafa ofboðið í hinni hræðilegu hungursneyð af manna völdum sem felldi milljónir manna, einkum í Úkraínu. Hann kvartaði í bréfi til Stalíns, en fékk ávítur fyrir – var sagt að hann sæi ekki samsærið á bak við hungurdauðann.

Lygn streymir Don fjallar um líf kósakka við stórfljótið á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, rússnesku byltingarinnar og borgarastríðsins sem fylgdi í kjölfarið. Þetta er stór og breið skáldsaga, í anda rússneskra stórbókmennta, samfélagslýsing með mörgum persónum. Einn meginþráður bókarinnar er svo ástarsagan milli kósakkans og hermannsins Grigoris og Aksiniu – og hlýst af henni mikið drama. Um leið þykir bókin lýsa náttúru og staðháttum á svæðinu mjög vel.

Í Rostov-héraði eru minnisvarðar tileinkaðir þessu pari og forboðnum ástum þeirra. Á einum eru þau saman á báti en á öðrum ríður Grigori í veg fyrir hana þar sem hún er að sækja vatn.

Eftir bókinni var svo gerð nafntoguð sovésk kvikmynd – ég er eiginlega viss um að ég hafi séð hana í sjónvarpinu sem barn.

 

https://www.youtube.com/watch?v=zqHZyzXB-V8

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta