fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Ný stjórn og stefnuskrá kvenréttindafélags Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. júní 2018 17:00

Ný stjórn á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stjórn Kvenréttindafélags Íslands sem kosin var á aðalfundi 29. maí 2018 fundaði í fyrsta skipti í fyrradag. Þrjár nýjar konur tóku sæti í stjórn, þær Katrín Júlíusdóttir, Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Vilborg Ólafsdóttir. Áfram sitja í stjórn Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður, Tatjana Latinovic varaformaður, Ellen Calmon ritari, Hildur Helga Gísladóttir gjaldkeri, Dagný Ósk Aradóttir Pind, Helga Dögg Björgvinsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Á stjórnarfundi var staðfest ný stefnuskrá Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var á aðalfundi 29. maí síðastliðinn.

Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi í víðum skilningi og vinnur gegn hvers konar mismunun.

Til þess að ná fram þessum markmiðum stefnir félagið á að taka þátt í samfélagslegri umræðu með virkum hætti og einbeita sér að eftirfarandi verkefnum og áherslum, sem hafa skýr feminísk markmið og víða samfélagslega skírskotun.

Grundvallarréttindi

Við höfum öll grundvallarrétt til lífs og líkama. Kvenréttindafélag Íslands beitir sér fyrir því að tryggja ákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama. Félagið beitir sér gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á öllum sviðum.

Kvenréttindafélagið vinnur að félagslegum réttindum kvenna

Félagið beitir sér fyrir því að tryggja kynja- og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum og að brjóta upp kynjakerfið. Félagið gætir að samtvinnun félagslegra breytna við ákvarðanatöku og hefur það ávallt í huga að jafnréttishugtakið breytist í takt við tímann.

Kvenréttindafélagið vinnur að stjórnmálalegum réttindum kvenna

Félagið beitir sér fyrir því að styrkja stöðu kvenna í stjórnmálum og opinberum embættum og fyrir fjölgun kvenna í stjórnmálum, opinberum embættum og dómskerfinu. Félagið beitir sér fyrir jafnrétti í opinberri stjórnsýslu, s.s. með samþættingu kynjaðra sjónarmiða og kynjaðri fjárhagsgerð.

Kvenréttindafélagið vinnur að efnahagslegum réttindum kvenna

Félagið beitir sér fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna, að tryggja stöðu kvenna og bæta kjör þeirra í hvívetna óháð fötlun, aldri, búsetu, uppruna, litarhætti, kynhneigð, kynvitund og skoðana. Félagið beitir sér fyrir því að uppræta kjaramun kynjanna. Félagið beitir sér fyrir betra fæðingarorlofskerfi og styttingu vinnuviku með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Félagið beitir sér gegn ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði. Jöfn kjör og jöfn laun STRAX!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?