fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Gagnrýnir úrvinnsluna á rannsóknarskýrslu Alþingis: „Greinilega ekki verið að vinna skipulega“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. júní 2018 17:20

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson,þingmaður Pírata, hefur fengið svar við einni af fyrirspurnum sínum á þingi, er varðar afdrif þeirra ábendinga sem bárust þeim er stóðu að rannsóknarskýrslu Alþingis í kjölfar hrunsins. Ekki er um efnislegt svar að ræða, heldur er tekið fram að þar sem verkefnið sé svo viðamikið, verði ekki hægt að svara fyrirspurninni fyrr en í nóvember, í fyrsta lagi.

Björn Leví segir að ekki sé verið að vinna skipulega að málinu, þó svo skýrslugerðin hafi kostað 900 milljónir. Annars hlyti úrvinnslan að taka skemmri tíma:

„Það sem er áhugavert við þetta er hins vegar að það er greinilega ekki verið að vinna skipulega að því að mæta þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunum. Ef svo væri þá væru svör við spurningum mínum auðveldlega aðgengileg og tíminn sem tæki að gera skýrsluna mjög stuttur. Það fyrsta sem skýrslubeiðnin sýnir semsagt er að það er ekki verið að vinna að ábendingunum á skipulegan hátt. Eftir að hafa eytt þessum 900 milljónum eða hvað það kostaði að búa til skýrslurnar þá hefði maður haldið að það yrði sett alvöru vinna í að fylgja ábendingunum sem þar komu fram eftir. Svona til þess að eitthvað fengist fyrir allan þennan pening.“

Björn segir að svörin verði mjög áhugaverð þegar þau berast:

„Svörin, þegar þau koma, verða mjög áhugaverð. Ef það er búið að bregðast við mörgum ábendingum … af hverju tekur þá svona langan tíma að taka saman það sem þegar er búið að gera. Ef það er ekki búið að bregðast við mörgum ábendingum? Af hverju ekki? Þegar allt kemur til alls, af hverju er þetta viðamikið verkefni? Ég hefði haldið að það væri eitt af því fyrsta sem stjórnvöld og stjórnsýslan hefði gert væri að fara skipulega í gegnum þær ábendingar sem fram komu í rannsóknarskýrslunum til þess að gera betur þar sem vantaði upp á. Var það ekki gert af því að það var svo viðamikið verkefni? Ef það var svona viðamikið verkefni … var þá ekki þeim mun mikilvægara að hefja þá vinnu? Eins og ég segi … þá verður þessi skýrsla mjög áhugaverð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben